Og enn heldur

ævintýrið áfram – maður var kominn með fráhvarfseinkenni frá Níundu en smá skammtur eftir. Formleg opnun Hörpu á föstudaginn, hellingur og glás af spennandi efni, alls konar músík, mikið breiðara svið (já Bubbi, nýgilda tónlistin fær sinn skammt, þú getur andað léttar). Endað á lokakafla Beethoven og síðan þjóðsöngnum sem við syngjum ásamt Röddum Íslands og væntanlega tekur salurinn undir.

Í stað Óperukórsins kemur Kór íslensku óperunnar, nei ekki sami kórinn sko, talsvert minni (20 í stað um 70) þannig að við verðum eitthvað færri á sviðinu. Verður mjög forvitnilegt að finna mun á kaflanum hjá Askenasí og Sakari. Fyrsta æfing núna eftir hálftíma.

Ef þið eigið ekki miða er um að gera að horfa á þetta í sjónvarpinu, jámm bein útsending…

2 Responses to “Og enn heldur”


  1. 1 Þorbjörn 2011-05-11 kl. 10:15

    Judean People’s Front is not the same as the People’s Front of Judea…

  2. 2 hildigunnur 2011-05-11 kl. 23:28

    akkúrat…

    Sakari æfði í dag og gerir alveg svolitlar breytingar. Sjáum til hvort öllum tekst að enda á hálfnótum í stað fjórðapartsnótum.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.268 heimsóknir

dagatal

maí 2011
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: