er svona upptekinn í einhverju eins og vígslu þessa langþráða húss með tónleikunum á morgun, hinn og hinn (já og 13. líka) ásamt listráðsfundum og fleiru er venjulega vinnan þvílíkt að þvælast fyrir manni. Finnst gersamlega fáránlegt að þurfa að kenna á morgun og hvað eru þessir tónsmíðanemar að vilja upp á dekk með að heimta tímana sína??? (humm, kannski gáfulegt reyndar að athuga hvort sá sem á að koma í fyrramálið sé til í fimmtudagsmorguninn í staðinn, reyndar).
En ætli maður láti sig nú ekki hafa það samt. Reyndar er morgundagurinn næstsíðasti kennsludagurinn í Hafnarfirði fyrir sumarfrí, fyrir utan reyndar síðustu vikuna þar sem verða upptökupróf fyrir þá sem þurfa og svo auðvitað frágangur. Sama gildir í Suzukiskólanum, kenni þar næsta mánudag. Svo bara sólbað á pallinum eþaggi? Eða allavega bjór og útiarinn.
0 Responses to “þegar maður”