Sarpur fyrir 1. maí, 2011

Harpa á Hörpu

Auðvitað, auðvitað vígjum við hina langþráðu Hörpu í viðeigandi mánuði!

Fyrsta æfing hjá kórnum, með Askenasí í kvöld, mögnuð upplifun, hálfur risastóri kórinn með myndavélar á lofti, ég tók nú bara nokkrar símamyndir. Synd að segja að þær séu sérlega góðar, ekki útilokað að ég fái lánaða myndavélina yngri unglings á æfinguna á morgun. Þá fáum við líka hljómsveitina með okkur. Í dag spilaði hann Daði minn hljómsveitarpartinn á píanóið, ekki get ég sagt að ég hafi öfundað hann að þurfa að hamra þennan þrælsnúna píanópart fyrir framan einn frægasta konsertpíanista í heimi – en Askenasí hrósaði honum í hástert og var reyndar afskaplega vingjarnlegur við okkur öll saman. Vissi að sjálfsögðu nákvæmlega hvað hann vildi, ég er pínu stressuð að kórinn muni einn stað sem hann setti inn grundvallartempóbreytingu – í 160 manna kór er ekki alveg víst að allir muni slíka staði. Vonandi eru samt allir nógu pró.

Svakalega þurrt loft, ég sáröfundaði söngkonuna við hlið mér sem hafði haft vit á að vera með vatnsbrúsa með sér. Klikka ekki á því á morgun og hinn. Þarf að hlaupa ansi hratt á morgun til að ná æfingu, færi síðasta kennslutímann minn til en ekki þann næstsíðasta sem á að vera búinn tíu mínútum fyrir mætingu niðurfrá – reyni að flýta mér með prófið sem þau eiga að taka (ætli sé í lagi að spila dæmin fjórum sinnum í stað fimm og tónbilin bara einu sinni? iiiiii djók!)

Enduðum svo þessa fyrstamaí æfingu á að syngja hátíðaútgáfu Maístjörnunnar. Magnað!

Nánari fréttir síðar.


bland í poka

teljari

  • 373.397 heimsóknir

dagatal

maí 2011
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa