Sarpur fyrir 22. apríl, 2011

lestur

Er eiginlega orðin pínu leið á að hanga í tölvunni – kom að því – þannig að bókasafnið og bókabúðir eru farnar að skipa hærri sess aftur hvað varðar frítíma minn.

Var loksins að klára The Summer Book eftir Tove Jansson, yndisleg fullorðinsbók þó maður sjái Múmínálfaandann í gegn (ekki að Múmínbækurnar séu ekki fullorðins, ég lærði fyrst almennilega að meta þær sem stálpaður unglingur),

Svo er ég dottin í Pratchett aftur, þarf að ná upp alveg slatta af bókum. Sem er gott. Fann nýjustu Tiffany Aching bókina á bókasafninu, sat svo í stofunni um daginn og hló svo mikið að neðanmálsgreinunum að mér fannst ég þurfa að afsaka mig við unglinginn og kærasta hennar sem sátu í borðstofunni.

Þeir sem þekkja Tiffany og kó kannast væntanlega við:

Vantar reyndar eina bók í safnið, Amazon, hér kem ég!

(jánei, ég er hvorki hætt á facebook né blogginu þó ég nenni ekki að hanga þar eins mikið og stundum áður. Alls ekki á ircinu heldur…)


bland í poka

teljari

  • 373.797 heimsóknir

dagatal

apríl 2011
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa