pylsur, beikon…

Fagna innilega nýjustu viðbót í matarmenningu Reykvíkinga, hef lengi pirrast yfir því að það sé ekki hægt að fá almennilegt beikon hér og ef nýjar pylsur komu á markaðinn voru það nánast undantekningarlaust afbrigði af vínarpylsum.

En ekki lengur.

Eins og fólk hefur kannski séð er komin þessi frábæra búð á Laugalækinn, gourmethorn Reykjavíkur, þar eru fyrir Frú Lauga (fastur viðkomustaður nú þegar) og fínasta ísbúð ásamt bakaríi. Núna hefur semsagt bæst við búð með alvöru kjötvörum, margar tegundir af pylsum bæði ferskum og reyktum, til að borða heilar eða í sneiðum, nokkrar mismunandi skinkutegundir og beikonið! maður minn! þykkar handskornar vel reyktar sneiðar og þarna er sko ekki vatnssprautað.

Það besta er að þetta er ekki einu sinni neitt sérlega dýrt. Beikonið til dæmis kostar ekki nema 1963 krónur kílóið.

Nei, ég á ekki hlut í búðinni þó ég sé að auglýsa – en ég vil veg hennar sem allra mestan svo hún fari nú örugglega ekki á hausinn. Hef reyndar ekki stórar áhyggjur af því, alltaf þegar ég hef komið er alveg slatti af fólki þar inni (nema reyndar einu sinni þegar ég datt inn klukkan 11 um morgun og spjallaði góða stund við annan eigandann).

Sjá nánar hér.

12 Responses to “pylsur, beikon…”


 1. 1 baun 2011-04-16 kl. 21:40

  Takk fyrir ábendinguna, ég ætla að drífa mig í leiðangur sem fyrst!

 2. 2 hildigunnur 2011-04-16 kl. 22:03

  mín er ánægjan 🙂

 3. 3 Kalli 2011-04-16 kl. 22:24

  En salami? Salami er æðst allra unnra kjötvara!

 4. 4 hildigunnur 2011-04-16 kl. 22:33

  Kalli já já, allavega 4 tegundir af salami! (tel það undir pylsur sem maður borðar í sneiðum)

 5. 5 Finnbogi 2011-04-17 kl. 10:06

  Ég fór þarna um daginn og keypti um tvö kíló af alls konar pylsum, mortadellu og skinku fyrir lúðrasveitarpartý. Þetta var allt bráðgott og hvarf ofan í liðið eins og hendi væri veifað.

  Nú bíð ég spenntur eftir að opna grillsísonið með pylsum úr Laugalæknum. Húrra fyrir pylsugerðarmanninum!

 6. 6 hildigunnur 2011-04-17 kl. 11:20

  Finnbogi, akkúrat 😀 Prófaðu ítölsku pylsurnar frá þeim, er ásamt fleiru í frystikistunni. Fundust þær betri en grillpylsurnar úr borðinu.

 7. 7 Jón Lárus 2011-04-17 kl. 21:46

  Mér finnst líka gaman að sjá verðmiðana í þessari búð. Ekki Hagkaupsverðmiðar fyrir fimm aura. Kílóverðið á beikoni t.d. 1963 kr. (í staðinn fyrir 1990) og krukka af súrkáli á 317 svo eitthvað sé nefnt. Vörurnar eru svo framúrskarandi.

 8. 8 Harpa Jónsdóttir 2011-04-18 kl. 13:55

  Þetta flokkast nú undir almannaþjónustu frekar en auglýsingar finnst mér. Ég hafði til dæmis ekki hugmynd um að þessi búð væri til, en ég hef áhuga á svona búðum og mun örugglega líta þangað inn þegar ég er í bænum.

 9. 9 baun 2011-04-21 kl. 08:52

  Hjálmar fór í vikunni og keypti allskonar pylsur og beikon. Mér fannst pylsurnar ágætar, en beikonið algjörlega frábært.

 10. 10 hildigunnur 2011-04-21 kl. 08:56

  Baun, nákvæmlega – pylsurnar eru misgóðar, ég var ekki sérlega hrifin af grillpylsunum úr borðinu en þær ítölsku (ferskar pylsur, þess vegna seldar úr frosti) voru æði. Skinkan líka, allavega ein tegund sem við keyptum.

 11. 11 Stefán Vignir 2011-04-26 kl. 04:33

  Osom! Maður er alveg hættur að þekkja gamla póstrúntinn sinn. Þarf að kíkja við tækifæri.

 12. 12 hildigunnur 2011-04-26 kl. 09:43

  Já, vel þess virði sko!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.341 heimsóknir

dagatal

apríl 2011
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: