Sarpur fyrir 7. apríl, 2011

milli funda

kennslu og æfinga tók ég eitt skutl, sækja Finn í afmæli í Keiluhöllina og keyra Freyju á kóræfingu inn í Langholt. Á leiðinni Rondó eins og venjulega (FM 87,7 – algengasta stillingin í bílnum). Yfir geislanum hjá þeim Fauré Requiem, sem Freyja er nýbúin að spila með áhugamannabandinu og neskórnum.

Ekki óeðlilegt, stöðin keyrir sig jú mikið til á klassískum standördum.

Nema núna. Einhver hafði nefnilega ýtt á random á spilaranum og kaflarnir voru í rammvitlausri röð. Spes.

Rondó stóð reyndar undir nafni um daginn, heyrði Strengjaserenöðu Tjækofskís þrisvar sama daginn.


bland í poka

teljari

  • 373.344 heimsóknir

dagatal

apríl 2011
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa