Sarpur fyrir mars, 2011þá er maður

stunginn af til Boston hvorki meira né minna.

Búin að stinga niður myndavélinni og stefni á að kaupa mér nýjan lappa í ‘Merkíunni þannig að ekki er útilokað að einhvers konar ferðasaga birtist. Þó ekki fyrr en eftir helgi einhvern tímann, víst rándýrt net á hótelinu og ég nenni ómögulega að blogga á kaffihúsi þarna úti, frekar að njóta félagsskaparins. Sleppa alveg allri netnotkun segið þið? naaah þori ekki alveg að lofa því samt!

Hafið það nú sem allra best og passið upp á ykkur meðan ég er í burtu!

hver pantaði

eiginlega þennan snjó? Ekki ég allavega. Botninn datt úr kuldaskónum hennar Freyju í skíðaferðalaginu á Dalvík um daginn (já bókstaflega – sólinn á öðrum skónum datt af. Arfaslöpp ending, keyptir í haust) Hentum þeim í gáminn við bústaðinn sem við fórum í þá helgina, veiddum Freyju úr rútunni í Borgarnesi. Vildi til að Finnur hafði tekið með sér sandala til að nota sem inniskó og Freyja komst í kuldaskóna hans til að vera í á leiðinni heim.

Ætlaði að reyna að sleppa við að kaupa nýja kuldaskó þar til í haust, ég er ekki alveg viss um að það gangi, ef veðurspáin helst…

sérkennileg

tilhugsun að vera að fara til Bandaríkjanna – þangað hef ég þrívegis komið en það eru orðin meira en 25 ár síðan. Öll skiptin lenti ég í Boston, ekki reyndar beint flug þangað í þá daga þannig að ég fékk einnig að kynnast JFK betur en mig langaði til.

Hef hins vegar aldrei stoppað neitt í Boston, alltaf keyrt niður til Attleboro þar sem fjölskylda þáverandi kærasta bjó og býr enn að ég viti.

Maður er svo nettengdur og netháður, ég ætlaði að fletta gaurnum upp en hann finnst ekki á óravíddum internetsins, nema reyndar á einhverri find-your-school-mate síðu og ég tími ekki að borga mig inn þar til að fá uppgefið netfang og/eða síma. Svo áfjáð er ég ekki að hafa samband…

Allavega legg í hann eftir 2 daga og kem aftur að morgni afmælisdagsins míns.

mér finnst

ég alltaf vera eitthvað svo ótrúlega ráðsett þegar ég þvæ gardínur. Fáið þið sömu tilfinninguna?

Kannski finnst mér þetta samt bara vegna þess að það gerist svo sjaldan. Allavega var gardínustöngin í skrifstofunni orðin ansi vel rykug þegar bóndinn klifraði þangað upp í dag til að kippa niður draslinu. Væntanlega eitthvað með tölvuna og allar græjurnar kring um hana og stöðurafmagn.

Heyrði einu sinni sögu um kokkálaða eiginkonu (hmm gengur það orðalag kannski bara á hinn veginn?) sem þurfti að flytja af heimili sínu og þangað flutti síðan viðhaldið. Setti rækjur inn í fínu gardínustangirnar. Getið ímyndað ykkur ólyktina sem fór að berast um húsið. Besti hluti sögunnar var að fyrrverandi ásamt viðhaldi fluttu úr húsinu og létu konunni það eftir – en tóku með sér stangirnar.

Gæti náttúrlega verið tóm lygi eða eitthvað úr smiðju Roald Dahl samt.

ekki að ræða það!

að ég sé að verða veik rétt fyrir Bostonferðina!

Neibb.

Finnur og Fífa eru bæði lasin og ég er með hausverk. Reyndar byrjaði sá í gær og ég hef ekki fundið neitt meira, segið mér að þá sleppi ég við pestina. Takk!

nóvember?

svei mér þá, ekki er ég að ruglast? kominn heill hellingur af knúppum á nóvemberkaktusinn góða:

svona var hann semsagt í nóvember sem leið. Hvort hann verður eins flottur marskaktus og nóvemberdittó remains to be seen.

síðasta röflið

Ég er búin að ákveða að þessi færsla hér verði síðasta skipti sem ég röfla um te. Lofa ekki að röfla ekki um eitthvað annað (og nei, er ekki hætt að blogga).

Hvernig stendur eiginlega á því að svo víða þar sem er boðið upp á heita drykki er oftastnær kaffi, misgott auðvitað en fyrir okkur sem ekki drekkum kaffi er iðulega bara boðið upp á eitthvað blóma- og/eða ávaxtate?

Ekki vil ég mæla á móti því að þeir sem drekka slíkt fái drykkinn sinn en hvernig væri að eiga líka ósköp venjulegt svart te? English Breakfast, Ceylon, Earl Grey? Endalausar brómberja/ginger-lemon/goji-berry/sítrónugras/kamillu sitt í hverjum pakkanum og á móti þessum ósköpum er keyptur einn pakki af English Breakfast. Sem klárast iðulega langfyrst.

Við kaffileysingjarnir þurfum nefnilega líka smá örvandi til að komast gegn um daginn.

Hvernig fyndist kaffifólki að það væri bara boðið upp á koffínlaust kaffi á vinnustaðnum?

En allavega, ég er hætt að væla yfir þessu og búin að setja niður solid no nonsense Earl Grey pakka til að taka með í vinnuna…


bland í poka

teljari

  • 371.336 heimsóknir

dagatal

mars 2011
S M F V F F S
« Feb   Apr »
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa