Sarpur fyrir 30. mars, 2011

nærri kominn

apríl, magnað! Er annars ekki vorið örugglega komið? Svona burtséð frá páskahretinu. Tíu vikna önnin í LHÍ búin, hljóðfærafræði mannsraddarinnar kúrsinn minn byrjar á morgun, hvorttveggja öruggir vorboðar hér á bæ. Séð allavega 4 kvarta yfir hundaskít undan snjónum og bóndinn sá götusópa að verki. Einnig pottþéttir vorboðar. Fuglar hvað?

Og sveimérþá ef það er ekki séns á að páskaliljurnar mínar verði útsprungnar um páskana, aldrei þessu vant. Krókusar og vetrargosar byrjaðir að blómstra. Ekki samt alveg komnir svona langt:


bland í poka

teljari

  • 371.336 heimsóknir

dagatal

mars 2011
S M F V F F S
« Feb   Apr »
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa