og annar…

já sko, það var ekkert spennandi veður og ég hata söfn…

sem sagt áfram skal verslað.

Prófuðum morgunmatarstaðinn úti á horni, alveg þokkalegasti matur og taaaalsvert ódýrari en hóteldótið. Stóðst auðvitað ekki samanburð en fyrir svona sjöttapart af verðinu gerði það nú lítið til. Stefndum í Target ásamt Önnu og Arnheiði á skrifstofunni.

Leigubíll í Target, fjórar fraukur, varla búið að kveikja ljósin þegar við mættum á svæðið. Hmm. Ljósin voru ekki kveikt fyrr en við vorum eiginlega búnar – ekkert rafmagn og búðin var á vararafstöðinni og hreint alls ekki fulllýst. Starfsfólkið gekk þarna um með vasaljós til að sjá almennilega til. Verslunaróðu Íslingarnir voru nú ekkert að láta þetta á sig fá of mikið og stímdu um gangana. Ekki fékkst dótið sem Finnur hafði beðið mig að kaupa, satt að segja kannaðist starfsfólkið bara ekkert við hvorki NeoCubeCyberCube, sem Finnur vildi annars meina að væri heitasta nýja dótið í heiminum þessa dagana. (Komst svo að því þegar ég kom heim að þetta er ekki selt í búðum, bara á netinu – hefði viljað vita það þarna úti). Keypti því fullt af fötum fyrir hann í staðinn, hann átti nánast ekkert sem passaði á hann lengur greyið. Ekki að föt komi í staðinn fyrir flottasta dót í heimi svosem, í hausnum á 10 ára stráklingi. Bætt úr því síðar.

Alveg er ég ekki að hugsa um að telja upp allt dótið sem við keyptum þarna nema hvað sumar hinna drógu heim einhver ókjör af sjampói og snyrtivörum sem kosta þarna aðeins brot á við hér heima. Ég nennti nú ekki að kaupa birgðir sem myndu duga meðal klippistofu í mánuð þannig að ég lét föt á guttann duga þarna, hafði fengið dót fyrir unglingana daginn áður.

Við lok búðarferðar var sest inn á Starbucks og innihald poka borið saman yfir einum kaffibolla (jamm þeir gátu lagað kaffi, rafmagnið datt inn akkúrat þegar ég settist, var fyrst). Heita súkkulaðið var ætt en ekki mikið meira en það.

Svo reyndist þrautin þyngri að fiska leigubíl til baka á hótelið. Enga leigubíla að sjá lengi vel og þegar einhverjir komu voru þeir pantaðir. Bað einn bílstjórann að kalla á bíl fyrir okkur en það var ekki við það komandi, benti bara á hliðina á bílnum og sagði mér að hringja í númerið sem stæði þar. Nema hvað, áður en ég gerði það vorum við veiddar upp í bíl, stór og feitur náungi (ekki akfeitur samt) var greinilega að fiska keyrslu, rétti okkur nafnspjald, þekkti að við værum Íslendingar, væntanlega af vandræðaganginum í okkur frekar en tungumálinu. Sagði að besti vinur sinn héti Einar og byggi í Reykjavík, allt gert til að við tryðum á að hann væri ekki einhver klikkhaus sem myndi keyra með okkur út í sveit og ræna af okkur veskjunum eða eitthvað þaðan af verra. Önnu leist engan veginn á þetta en við slógum nú samt til eftir að hafa fengið tilboð í akstur á hótelið (hann spurði hvort við værum ekki á Hilton niðri í miðbæ – aðal Íslendingahótelið). Reyndist síðan hinn viðkunnalegasti, ég sat frammi í hjá honum og spurði út úr um fjölskylduhagi, hann átti 4 börn og 3 barnabörn, yngsti strákurinn hans var að brillera í háskóla og hitt og þetta fleira. Okkur var allavega skilað á hótelið eins og lofað hafði verið. Áhættuævintýri dagsins aflokið.

Ekki dugði þetta nú sem búðaferð, ónei. Leigubíll í Prudential Mall, fyrst í húsbúnaðarbúð, Crate&Barrel, kolféll fyrir ógurlega flottum eftirréttadiskum:

en stóðst freistinguna og keypti bara hrikalega flottan uppþvottabursta og ofnhanska, nokkuð sem okkur var farið að vanta illilega. Svo var splittað upp, ég fór í bókabúðina (fjúkk), gramsaði þar góða stund, keypti meira fyrir Finn, eitt wasgui púsl og svo heilan bókaflokk.


þessa bók og fjórar til. Vonandi góðar (lofa reyndar góðu).

Höfðum mælt okkur mót til að borða saman á Haru, þetta gæti mögulega verið besta sushi sem ég hef nokkurn tímann fengið. Og hef ég þó oft fengið gott…

Skál!

Löbbuðum heim á hótel eftir ógurlega skemmtilegum verslunargötum með litlum búðum (að mestu leyti). Rákumst á risastóran búðarglugga með allavega hundrað gömlum saumavélum, ég hefði verið til í að elsta dóttirin sæi þær, er með dellu fyrir svona gömlu dóti:

Skipt um föt og svo aftur í leigubíl, nú í leikhúsið, sáum danssýninguna Burn the Floor, alveg fínt, flottir dansarar en kannski orðið örlítið þreytt undir lokin, vantaði aðeins meiri tilbreytingu eða söguþráð eða eitthvað.

Hótelbarinn, pizzur og bjór og spjall fram eftir. Ógurlega skemmtilegur félagsskapur.

5 Responses to “og annar…”


 1. 1 Harpa Jónsdóttir 2011-03-20 kl. 16:39

  FÖT -fyrir 10 ára strák – hnuss 😉
  Diskurinn er ógó flottur og sushiið – maður minn!
  Saumavélin er líka æði…

 2. 2 baun 2011-03-20 kl. 18:59

  Virðist ekki væsa um ykkur, mér finnst Boston líka firna skemmtileg borg.

 3. 3 Frú Sigurbjörg 2011-03-21 kl. 20:39

  Held þetta hljóti að vera girnilegasta sushi sem ég hef séð á mynd!

 4. 4 hildigunnur 2011-03-22 kl. 22:31

  Harpa algerlega – en bókaflokkurinn og púslið slógu í gegn 🙂 Baun ójá og frú S, þetta var algjört nammi!

 5. 5 ella 2011-03-24 kl. 09:40

  Væri til í að standa með dóttur þinni og horfa í stóra gluggann. Einhvern tíma verður saumavélablogg á dótablogginu mínu.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 371.336 heimsóknir

dagatal

mars 2011
S M F V F F S
« Feb   Apr »
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: