Sarpur fyrir 7. mars, 2011

sérkennileg

tilhugsun að vera að fara til Bandaríkjanna – þangað hef ég þrívegis komið en það eru orðin meira en 25 ár síðan. Öll skiptin lenti ég í Boston, ekki reyndar beint flug þangað í þá daga þannig að ég fékk einnig að kynnast JFK betur en mig langaði til.

Hef hins vegar aldrei stoppað neitt í Boston, alltaf keyrt niður til Attleboro þar sem fjölskylda þáverandi kærasta bjó og býr enn að ég viti.

Maður er svo nettengdur og netháður, ég ætlaði að fletta gaurnum upp en hann finnst ekki á óravíddum internetsins, nema reyndar á einhverri find-your-school-mate síðu og ég tími ekki að borga mig inn þar til að fá uppgefið netfang og/eða síma. Svo áfjáð er ég ekki að hafa samband…

Allavega legg í hann eftir 2 daga og kem aftur að morgni afmælisdagsins míns.


bland í poka

teljari

  • 371.493 heimsóknir

dagatal

mars 2011
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa