mér finnst

ég alltaf vera eitthvað svo ótrúlega ráðsett þegar ég þvæ gardínur. Fáið þið sömu tilfinninguna?

Kannski finnst mér þetta samt bara vegna þess að það gerist svo sjaldan. Allavega var gardínustöngin í skrifstofunni orðin ansi vel rykug þegar bóndinn klifraði þangað upp í dag til að kippa niður draslinu. Væntanlega eitthvað með tölvuna og allar græjurnar kring um hana og stöðurafmagn.

Heyrði einu sinni sögu um kokkálaða eiginkonu (hmm gengur það orðalag kannski bara á hinn veginn?) sem þurfti að flytja af heimili sínu og þangað flutti síðan viðhaldið. Setti rækjur inn í fínu gardínustangirnar. Getið ímyndað ykkur ólyktina sem fór að berast um húsið. Besti hluti sögunnar var að fyrrverandi ásamt viðhaldi fluttu úr húsinu og létu konunni það eftir – en tóku með sér stangirnar.

Gæti náttúrlega verið tóm lygi eða eitthvað úr smiðju Roald Dahl samt.

3 Responses to “mér finnst”


 1. 1 parisardaman 2011-03-7 kl. 08:08

  Ég á ekki gardínur. En mér finnst ég alltaf vera mamma mín þegar ég hunskast til að þvo gluggana. Sem er einmitt kominn tími á núna, í sólskininu. Kannski ég nýti pásurnar í dag í það? Hmmm, svona ertu inspírerandi Hildigunnur!

 2. 2 hildigunnur 2011-03-7 kl. 09:00

  haha gott að geta komið að notum! Og er ekki einmitt um að gera að vera búin að þvo gluggana þegar mamman mætir á svæðið 😉

 3. 3 Harpa Jónsdóttir 2011-03-7 kl. 09:53

  Þvo gluggana já.
  Mínir eru svo skítugir að það sést nánast ekki út. En veðrið er búið að vera svo hundleiðinlegt að það er ekki nokkur leið að að þvó þá í bili.

  Mér finnst ég bara afskaplega myndarleg þegar ég þvæ gardínurnar. Það gerist reyndar ekkert sérlega oft.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.788 heimsóknir

dagatal

mars 2011
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: