síðasta röflið

Ég er búin að ákveða að þessi færsla hér verði síðasta skipti sem ég röfla um te. Lofa ekki að röfla ekki um eitthvað annað (og nei, er ekki hætt að blogga).

Hvernig stendur eiginlega á því að svo víða þar sem er boðið upp á heita drykki er oftastnær kaffi, misgott auðvitað en fyrir okkur sem ekki drekkum kaffi er iðulega bara boðið upp á eitthvað blóma- og/eða ávaxtate?

Ekki vil ég mæla á móti því að þeir sem drekka slíkt fái drykkinn sinn en hvernig væri að eiga líka ósköp venjulegt svart te? English Breakfast, Ceylon, Earl Grey? Endalausar brómberja/ginger-lemon/goji-berry/sítrónugras/kamillu sitt í hverjum pakkanum og á móti þessum ósköpum er keyptur einn pakki af English Breakfast. Sem klárast iðulega langfyrst.

Við kaffileysingjarnir þurfum nefnilega líka smá örvandi til að komast gegn um daginn.

Hvernig fyndist kaffifólki að það væri bara boðið upp á koffínlaust kaffi á vinnustaðnum?

En allavega, ég er hætt að væla yfir þessu og búin að setja niður solid no nonsense Earl Grey pakka til að taka með í vinnuna…

8 Responses to “síðasta röflið”


 1. 1 Hallveig 2011-03-2 kl. 12:53

  mér fannst best þegar ég varð vitni að því þegar vissri frábærri söngkonu hér í bæ var boðið upp á ávaxtate einhverstaðar og hún svaraði: ég drekk ekki ilmvatn.

 2. 2 hildigunnur 2011-03-2 kl. 12:57

  hahaha nákvæmlega!

 3. 3 HarpaJ 2011-03-2 kl. 13:03

  „…drekk ekki ilmvatn“ þetta ætla ég að leggja á minnið 🙂

 4. 4 vinur 2011-03-2 kl. 13:30

  Það er vegna þess að allt á að vera svo fjandi heilsusamlegt. Afsakið orð“bragðið“. Kv. Guðlaug Hestnes

 5. 5 hildigunnur 2011-03-2 kl. 15:03

  Gulla akkúrat – málið er að ég vil ákveða sjálf hversu heilsusamleg ég vil vera, ekki láta þvinga því upp á mig!

 6. 6 parisardaman 2011-03-2 kl. 16:51

  Góða besta hætt’essu röfli og fáðu þér kaffi eins og alvöru sjóari! (DJÓK).
  Ég missti slag þegar ég sá fyrirsögn og fyrstu orðin, hélt þú værir að kveðja þeinkjúverímötsjgúddbæ. Mér er svo létt að ég finn bara ekkert til með þér:)

 7. 7 hildigunnur 2011-03-2 kl. 17:37

  París, haha uss nei það er allt of gott að vera komin aftur á gamlar bloggslóðir, sérstaklega þar sem Eyjuliðið tínist til baka líka 😉

 8. 8 Hjörvar Pétursson 2011-03-7 kl. 13:24

  Ég spjallaði einusinni við Frakka og tedrykkjumann sem býr og starfar í London. Honum þótti tedrykkjumenningin þar hafa hnignað mikið hin síðari ár með keðjuvæðingu og fylgjandi færibandatebruggi. Sem kristallaðist í setningunni, „If you want to have a decent cup of tea in London these days, you have to go to Paris.“


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.798 heimsóknir

dagatal

mars 2011
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: