búinbúin

að vera að vinna að sama verkinu síðan í fyrrahaust, stórskrítin tilfinning þegar maður sendir svo frá sér. Ekki slæm, ekki slæm bara skrítin.

Ekki að það sé ekki nóg að gera, nú er að hella sér í dansverk fyrir selló og slagverk, er að spá í víbrafón (nei ekki víbrator þaddna dónarnir ykkar) ásamt væntanlega einhverju fleiru í slagverksdeildinni. Þema áherslur og leikur með pólýrytma inni í annars sakleysislegu dórísku umhverfi.

Svo svei mér þá ef ég er ekki farin að hlakka pínulítið til kennaraferðarinnar til Boston. Hef þrisvar sinnum flogið til Boston en aldrei stoppað í borginni sjálfri fyrr en núna. Kannski, já kannski verður örlítið byrjað að vora á austurströndinni þarna eftir tvær vikur.

7 Responses to “búinbúin”


 1. 1 HarpaJ 2011-02-24 kl. 13:53

  Vibrator og selló – það væri orugglega hægt að gera eitthvað skemmtilegt úr því. Og ég er sko enginn dóni- mér hefði aldrei dottið þetta í hug svona prívat og persónulega – þú sagðir það fyrst 😉

  Til hamingju með klárið!

 2. 3 Þorbjörn 2011-02-24 kl. 15:14

  Mæli þá með kontrabassa og alvöru steypuvíbrator.

 3. 4 baun 2011-02-24 kl. 21:29

  Boston er ferlega skemmtileg borg. Til hamingju með verklokin:)

 4. 5 vinur 2011-02-24 kl. 22:17

  Til hamingju með að vera búin að skila af þér, og fjandakornið ef mér líst ekki vel á hugmynd bróður þíns! Hálf öfunda þig af Ameríkuferð, en njóttu. Kveðja í bæinn. Guðlaug Hestnes

 5. 6 Fríða 2011-02-25 kl. 09:41

  Tilhamingjutilhamingju 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.560 heimsóknir

dagatal

febrúar 2011
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: