ég hef voða lítið verið að blogga undanfarið. Eins og mér hefur legið mikið á hjarta. Eyðilegging á tónlistarskólunum okkar – já eyðilegging er ekki of sterkt orð yfir það sem virðist vera að gerast hér. Verð að henda inn grein sem má lesa hér um mikilvægi tónlistarmenntunar og já, minna á grein sem ég hef birt áður hérna – fagið mitt er nefnilega ekki bara eitthvað hobbí. Skiptir svo gríðarmiklu máli fyrir þessa andlegu heilbrigði. Heilbrigð sál í hraustum líkama, já það er helling verið að hugsa um hrausta líkamann en virðist sem heilbrigða sálin sé aðeins minna mál. Hefði ég tíma myndi ég snara greininni – kannski eftir vikuna.
Icesvei – nei best að fara ekki út í þann pakka.
Deadline, I’m still sticking to it.
0 Responses to “nei”