að afloknum

fyrstu Myrkum músíkdögum sem ég kem að sem hluti stjórnar Tónskáldafélagsins. Gersamlega búin á því eftir helgina, sautján tónleikar og aðrar uppákomur plús svo móttökur og tvö partí svona frekar langt fram á nótt. Að minnsta kosti var ekki fræðilegur að ég vaknaði til að mæta í spriklið á mánudagsmorgninum. Og tek ég þó fram að ég er ekki nægur masókisti til að vera klukkan eldsnemma, 10:15 er feikinógu snemmt fyrir slíkar píningar.

Hátíðin gekk allavega gríðarlega vel, mjög fjölbreyttir tónleikar með alls konar músík, langoftast mjög vel sótt, helst að það hafi virkað hálftómlegt á tónleikunum okkar í Hljómeyki í Neskirkju – en hún er reyndar ansi stór, hefðum við verið í Listasafninu hefði verið ágætlega setið.

Svo er víst bara að byrja að undirbúa Norræna tónlistardaga sem verða hér á landi í haust. Þar er undirrituð víst titluð aðstoðarverkefnisstjóri – og það verður ekki minni hátíð en sú sem nú var að klárast…

2 Responses to “að afloknum”


  1. 1 ella 2011-02-3 kl. 09:23

    Nóg að gera á stóru heimilum!

  2. 2 vinur 2011-02-3 kl. 22:03

    Gaman gaman með kveðju í bæinn. Guðlaug Hestnes


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

febrúar 2011
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: