fyrstu Myrkum músíkdögum sem ég kem að sem hluti stjórnar Tónskáldafélagsins. Gersamlega búin á því eftir helgina, sautján tónleikar og aðrar uppákomur plús svo móttökur og tvö partí svona frekar langt fram á nótt. Að minnsta kosti var ekki fræðilegur að ég vaknaði til að mæta í spriklið á mánudagsmorgninum. Og tek ég þó fram að ég er ekki nægur masókisti til að vera klukkan eldsnemma, 10:15 er feikinógu snemmt fyrir slíkar píningar.
Hátíðin gekk allavega gríðarlega vel, mjög fjölbreyttir tónleikar með alls konar músík, langoftast mjög vel sótt, helst að það hafi virkað hálftómlegt á tónleikunum okkar í Hljómeyki í Neskirkju – en hún er reyndar ansi stór, hefðum við verið í Listasafninu hefði verið ágætlega setið.
Svo er víst bara að byrja að undirbúa Norræna tónlistardaga sem verða hér á landi í haust. Þar er undirrituð víst titluð aðstoðarverkefnisstjóri – og það verður ekki minni hátíð en sú sem nú var að klárast…
Nóg að gera á stóru heimilum!
Gaman gaman með kveðju í bæinn. Guðlaug Hestnes