humarsúpan hans í gær var mun betri en mín um daginn…
Hef á tilfinningunni að ég hafi brúnað skeljarnar of lengi, það var orðið beiskt bragð að súpunni, reyndar sama bragð og maður man eftir af svona gamaldags humarsúpum sem maður hefur fengið hundrað sinnum sem forrétt á árshátíðum og álíka. Ekki alveg minn tebolli. Tókst líka að afstýra koníaksslysi, hvað er með þetta koníak-saman-við-humarsúpur? Koníak er fínt, sama með súpuna en ekki saaaaman! Allavega hefur maður oft fengið súpu þar sem kokkurinn hefur ætlað að gera vel og slett fullmiklu koníaki saman við – humarbragðið er svo fíngert að það þarf nánast ekkert koníak til að drekkja því. Sem er synd.
Svo verður ein humarsúpan til í matinn næstu helgi, þá er það sprenglærður kokkur í vinahópnum sem eldar, verulega spennandi að bera saman.
Prófa allavega næst að steikja skeljarnar í ofni eins og Óli gerði í gær, í stað þess að brúna þær svona vel í potti eins og um daginn. Já og takk fyrir mig í gær annars.
(sést ekki greinilega að maður er í átaki að léttast…?)
Jamm, frábær súpan í gær. Og súllukaðikakan var ekki síðri! En átök til þyngdartaps eru hins vegar ekki góð. Þá gildir víst ekkert annað en að venja sig af því að borða mikið. For gúdd.
Þetta var nú bara fyrsta lota. Sjáum til í næstu 😉
Jújú, þetta er sko langtímaátak, ekki bara einhverjar örfáar vikur.
Og súkklikakan var sveimérþá ennþá betri en súpan.
Jón Lárus, hahaha já, spyrjum að leikslokum. Sem minnir mig á að við Þorbjörn unnum Spurt að leikslokum lotuna sem við tókum í gærkvöldi.