óvitlaust

Hún Magga Pála er óvitlaus, hlustið endilega á hana hér. Þetta hefur reyndar alltaf verið viðkvæðið hér heima. Man eftir einu sinni að við fjölskyldan sátum á Grillhúsinu, pöntunin okkar hafði gleymst, þannig að við þurftum að bíða ansi lengi eftir matnum. Finnur var ekki fæddur, stelpurnar hafa verið þriggja og sjö ára eða álíka. Sátu þarna sallarólegar og lituðu eða eitthvað og við bóndinn spjölluðum saman á lágu nótunum.

Áður en við fórum heim höfðu tvær manneskjur, sín í hvoru lagi, undið sér að okkur og hrósað okkur fyrir hvað þetta væru róleg börn.

Það þarf að vera virðing fyrir börnunum, auðvitað þurfa þau að komast að líka en þau mega sannarlega ekki valta yfir allt og alla. Svolítið hrædd um að allt þetta peningapakk sem fór svona illa með okkur hafi alltaf verið vant því að geta hegðað sér eins og þeim sýndist og aldrei þurfa að taka tillit til neins nema sjálfs sín.

1 Response to “óvitlaust”


  1. 1 Kristín Björg 2011-01-18 kl. 12:28

    Elsku blessuð börnin okkar eru nú einu sinni þannig að þau eru alltaf að athuga hvert þau komast – og eru dauðfegin ef þau eru stoppuð áður en þau komast þangað. Þetta er ósköp eðlilegt. Og það er okkar að skapa þeim þennan ramma; þau eiga ekki að stjórna okkur – við erum við sjórnvölin. Það er della að vera endalaust að rökræða við börnin – þau hafa ekki ekki þroska til slíkra rökræðna. Það kann ekki góðri lukku að stýra að gefa þeim allt of marga möguleika að velja úr. Þau kunna ekki að velja og verða bara enn ruglaðri. Svo er líka að ákveða hvað þú lítur á sem prinsipp í uppeldi og hvað ekki.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

janúar 2011
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: