stolið

frá jonas.is – spurning hvort sé ekki slattans vit í þessu?

18.12.2010
Hópíþróttir brengla
Samkvæmt þjálfurum barna í hópíþróttum ber dómari leiks einn ábyrgð á, að fylgt sé reglum. Leikmenn sjálfir eru án ábyrgðar, siðlausir. Ef þeir hindra mark með broti, er það nauðsyn, sem brýtur lög. Sama er að segja um látalæti leikmanna. Þau eru nauðsynleg aðferð við að hafa áhrif á dómarann. Um allt land eru siðlausir þjálfarar að kenna börnum okkar, að þriðju aðilar eigi að sjá um allt siðferði. Það eru dómararnir. Leikmenn sjálfir mega hins vegar haga sér eins og hentugast er. Úr þessari þjálfun kom ábyrgðarlaust fólk á vinnumarkaðinn. Tók líka yfir bankana. Með afleiðingum, sem allir hafa séð.

4 Responses to “stolið”


  1. 1 Matti 2010-12-19 kl. 18:14

    Ætli Jónas hafi æft hópíþróttir?

    Þetta er ekki reynsla mín af því að æfa fótbolta í tíu ár og alls ekki reynsla mín af því þegar dætur mínar æfðu fótbolta fyrir nokkrum árum.

  2. 2 hildigunnur 2010-12-19 kl. 18:49

    Sko, væntanlega eru þetta nú heilmiklar ýkjur – en miðað við hvernig keppnisbolti er spilaður (nákvæmlega eins og lýst er – til dæmis sú algerlega samþykkta hegðun að fiska víti) hlýtur að vera eitthvað til í þessu.

  3. 3 Matti 2010-12-20 kl. 09:48

    Það er ekki mín reynsla að það þyki samþykkt hegðun að fiska víti.

    Er þetta ekki svipað og að dæma tónlisti almennt út frá lifnaði og hegðun popparanna í slúðurdálkunum (tónlist leiðir til fíkniefnaneyslu)?

  4. 4 hildigunnur 2010-12-20 kl. 09:55

    Nú, ekki heyrir maður betur af íþróttafréttamönnum – allavega þegar það er þeirra lið (strákarnir okkar) sem gera slíkt. En vonandi rétt. Mín elsta byrjaði einu sinni í fótbolta, hjá Val, og hún fékk þessa tilfinningu nefnilega einmitt. Hætti mjög fljótlega aftur.

    Og aftur – þetta eru klárt ýkjur og mjög vonandi rétt hjá þér að það viðgangist ekki víða.


Skildu eftir svar við hildigunnur Hætta við svar




bland í poka

teljari

  • 380.645 heimsóknir

dagatal

desember 2010
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa