grilljón og átján manns á tónleikana hjá EssÁ næstu helgi, svo er nú auðvitað allt of margt að gerast og boðin hrúgast á mann á smettinu.
Yfirskriftin er Íslensk tónlist á aðventu, flutt verk eftir Jón Leifs, Magnús Blöndal Jóhannsson og svo dansasvíta undirritaðrar, Blandaðir dansar. Ætti að geta bara orðið nokkuð gaman.
Ég var annars alveg harðákveðin að drífa mig á tónleika Schola Cantorum í dag en síðan komst víólubarnið í þvílíkt æfingastuð og honum þykir svo mikið betra ef ég er með honum að æfa að ég bara gat ekki staðið upp og farið.
Hef samt ekkert ógurlegt samviskubit því ég held ekki að neinn úr Schola hafi komið á Hljómeykistónleikana um daginn. Nema reyndar stjórnandinn…
0 Responses to “búin að bjóða”