yfirgengilegur lúxus

já, fórum alveg langt fram úr því sem við nokkurn tímann gerðum fyrir hrun og vorum með trufflusveppi í matinn fyrir familíuna í gærkvöldi. Tja, vorum með trufflusveppi í matnum, reyndar, ég held að ekki nokkur manneskja hafi svonalagað sem uppistöðu í rétti. Enda held ég reyndar ekki að það væri sérlega gott, allt allt of bragðmikið og sérstakt.

Kálfakjöt varð fyrir valinu og já, verst að hafa fengið smekk fyrir svona fokdýru hráefni (nei við keyptum þetta ekki, okkur áskotnaðist dós eftir krókaleiðum).

Uppskriftin er allavega á Brallinu. Fáránlega gott.

7 Responses to “yfirgengilegur lúxus”


 1. 1 Bjorn 2010-11-23 kl. 09:39

  Fokdýrt? ætli þetta kosti ekki svipað dósin og fyrir mig að taka taxa í bæinn og heim aftur? í versta falli einn bjór on top.

 2. 2 hildigunnur 2010-11-23 kl. 09:44

  uuu nei, retail price á svona svörtum trufflum úr dós er um 60 þúsund krónur per 100 grömm. Síðast þegar ég vissi bjóst þú innan borgarmarka Reykjavíkur og þó það sé langt síðan ég fór í bæinn þá held ég ekki að bjórinn sé svona dýr…

 3. 3 Bjorn 2010-11-23 kl. 09:48

  sko strákinn…
  jæja ég var amk ekki búinn að skoða verð á þess alveg nýlega
  Hvað er 30þúsari milli vina?

 4. 6 ella 2010-11-23 kl. 21:56

  Mér þykir nóvemberkaktusinn hér til hliðar vera heldur betur í stuði hjá þér!

 5. 7 Jón Lárus 2010-11-25 kl. 18:09

  Óhætt að segja að þetta sé truflaður réttur.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.416 heimsóknir

dagatal

nóvember 2010
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: