ahhhh

tíu vikna önninni í LHÍ lokið, á bara eftir að reikna út einkunnir og skila, ég set metnað minn alltaf í að vera fyrsti kennarinn sem skilar einkunnunum, oftast tekst það nú.

Fyrsti áfangi í jólafríi, var reyndar stórfurðulegt að heyra fyrstu gleðilegjólakveðjuna eftir tíma í gær.

Komin í pásu í leikfimi líka, alveg kominn tími á það, þurfti að þvinga mig út alla síðustu viku. Byrjuð að láta renna í bað og allt en nei, það ER SÍÐASTA VIKAN, DRATTASTU ÚT!

En svei mér þá ef ég er ekki bara að komast í jólastemningu, og það er ekki einu sinni kominn fyrsti í aðventu, hvað þá fyrsti des. Hefur kannski eitthvað með það að gera að við héldum hlaðborð fyrir Pólverjana, krakkana okkar og foreldra eftir námskeið á sunnudaginn var og þar var á boðstólum hangikjöt og laufabrauð, rúgbrauð og síld, lax og paté – held við getum alveg sparað okkur að fara á eitthvað jólahlaðborð í ár.

3 Responses to “ahhhh”


  1. 1 Kristín í París 2010-11-17 kl. 13:59

    Ég trúi því ekki að þú sért að breytast í nóvember-jólabarn, hatrammur baráttumaður gegn jólatali fyrir 1. des í denn:) Og hlakka til að hlusta á þáttinn, einhvern tímann á næstu dögum.

  2. 2 hildigunnur 2010-11-17 kl. 18:46

    haha, ákvað bara að ég nennti ómögulega þessu eilífa nöldri! Kannski hefur það samt borið allavega smá árangur, amk. er ekki enn búið að kveikja á jólaljósunum á Laugavegi og Skólavörðustíg þó komið sé fram yfir miðjan nóvember. Öðruvísi mér áður brá.

    Góða skemmtun að hlusta 😀

  3. 3 HarpaJ 2010-11-18 kl. 14:38

    Hahaha! Hildurgunnur nóvemberjólabarn!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

nóvember 2010
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: