í tilefni

dags íslenskrar tungu (rekum nú öll út úr okkur tunguna og skoðum hina íslensku tungu), ein færsla um þróun tungumálsins.

Ég er ekki pikkföst á því, ekki einu sinni fylgjandi því að tungumálið megi ekki þróast og breytast. Reyndar er bara kjánalegt að reyna að standa gegn slíku. En ég er svolítið hissa á breytingunni á hugtakinu að vera hálfþrítugur/fertugur/fimmtugur og svo framvegis. Einu sinni þýddi þetta klárlega að vera hálfnaður með tuginn en núna virðist merkingin hafa færst algerlega yfir í helming af fertugu, hjá yngra fólki allavega, semsagt að á tvítugsafmælinu sé fólk hálffertugt og hálffimmtugt við tuttuguogfimm.

Ef við líkjum þessu við klukkuna – myndi einhver skilja hálffjögur sem tvö?

6 Responses to “í tilefni”


 1. 1 GH 2010-11-16 kl. 11:50

  Dips vera hálfsjötugur! Eða þannig …

 2. 2 ella 2010-11-16 kl. 12:44

  Ég hef túlkað þetta sem brandara og stöku sinnum notað hann sjálf. Er þetta þá að festast?

 3. 3 Kristín Björg 2010-11-16 kl. 13:24

  Takk fyrir rosalega skemmtilegan þátt í útvarpinu í gær! Flott tónlist og skemmtileg kona – og húmor. Og ég var varla búin að hugsa hugsuninina „já – þetta gæti verið kvikmyndatónlist“ þegar þú nefndir það….

 4. 4 Meinhornid 2010-11-17 kl. 00:41

  Ég hélt þetta væri bara útúrsnúningur.

 5. 5 hildigunnur 2010-11-17 kl. 07:35

  Meinhorn og Ella, já það byrjaði sem slíkur 😦 Kristín, takk. GH – og ég ríflega hálfníræð…

 6. 6 Jón Lárus 2010-11-17 kl. 22:17

  Svona svipað eins og „út í Hróa hött“ væntanlega.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 374.200 heimsóknir

dagatal

nóvember 2010
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: