bakstursdagur mikill hér í dag, Fífa ákvað að baka hafraklatta með rúsínum, ég þurfti að baka eplaköku fyrir kaffisamsæti eftir tónleika Kammerklúbbsins, Finnur var með vinahóp og bakaðir voru karamellusnúðar (ókei, hitaðir, úr frysti) og núna er Jón Lárus að setja seytt rúgbrauð í ofninn, verður þar í nótt. Eigum að koma með íslenskar kræsingar á lokahóf pólsk-íslenska samstarf Kammerklúbbsins annað kvöld, og hvað er íslenskara en seytt rúgbrauð með kæfu?
Krakkarnir (þeas. Fífa og Finnur) voru eiginlega orðin frekar fúl yfir að ég væri alltaf að baka en aldrei fengju þau neitt af afurðunum.
Allavega eins gott að ofninn sé í standi.
Það er ekki ‘Den store badedag’ heldur ‘Den store bagedag’.
Ég kannast við vonbrigði barnanna þegar bakkelsið hverfur af heimilinu…
Harpa, akkúrat. Ilmurinn ómótstæðilegur en fá bara reykinn af réttunum…