vín á ofurverði

Nú eru að detta inn í Vínbúðir aftur rándýrir toppar úr víngerð í heiminum. Eða allavega snobbtoppar.

Château Margaux, Château Mouton Rotschild og Château Latour.

Verðið á þeim verður rúmlega 68 þúsund á Margaux, Rotschild um 80 þúsund og nær 82 þúsund fyrir Latour.

Samkvæmt verði á þessum vínum í útlöndum er smurt ansi hressilega á þetta núna. Hingað til hafa toppvín fengist á tiltölulega góðu verði hér á Íslandi vegna verðlagningarreglna ÁTVR. Þær hafa hins vegar ekkert breyst þannig að nú eru það væntanlega viðkomandi birgjar sem leggja á lúxusskatt. Ég skil það reyndar nokkuð vel – hér er enn til lið sem veit ekki hvað það á að gera við peninginn en við hinir ræflarnir myndum örugglega ekki kaupa þessi vín þó þau væru „bara“ á helmingi verðsins.

Við höfum einu sinni keypt Margaux, nokkur ár síðan, þá kostaði flaskan 15 þúsund. Fannst okkur það nú feikinóg – sérstaklega miðað við það að þetta er alls ekki besta vín sem við höfum smakkað. Reyndar frekar lélegur árgangur en svona hús eiga ekki að láta frá sér neitt nema toppa (sum húsanna reyndar framleiða ekki vín ef þrúgurnar eru ekki í toppi, selja þær þá bara en sleppa heilum árgangi úr). Fullt af vínum sem fá álíka dóma og vín frá þessum húsum en eru bara á broti af verðinu.

Þrátt fyrir að detta ekki í hug að kaupa svona nöfn er náttúrlega samt eitursúrt að horfa upp á þetta litla merki um að hér er ennþá gríðarlegt gap milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga kannski smá en aðallega bara skuldir.

1 Response to “vín á ofurverði”


  1. 1 ella 2010-11-7 kl. 00:31

    Ja, ekki er öll vitleysan eins!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.798 heimsóknir

dagatal

nóvember 2010
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: