stjörnurnar

Átti erindi Vatnsendaveg í gærkvöldi, bóndinn var á vínsmakki (þar sem eiginkonur gauranna eru ekki velkomnar :þ) og við yngri krakkarnir voru í góðu yfirlæti í Garðabænum á meðan.

Sóttum Jón upp úr klukkan 10, ég hef ekki áður keyrt Vatnsendaveginn í koldimmu að ég muni og það var ótrúlega stjörnubjart. Fann útskot, stoppaði bílinn og við Freyja og Finnur fórum út og dáðumst að stjörnuhimninum. Auðvitað var smá ljósmengun frá hverfunum í kring en þetta var samt mögnuð upplifun, maður sér stjörnurnar sjaldan svona vel.

Það er reyndar leitun að stað á landinu þar sem ekki er einhver ljósmengun, tja allavega stað í sæmilegu ökufæri. Maður sér ljós frá bæjum og þorpum fáránlega langt, á dimmum nóttum, sérstaklega þegar er svona stillt veður eins og í gærkvöldi. Synd, því maður nýtur bæði stjarna og norðurljósa mikið betur ef ekki er annað ljós að trufla.

Frábær upplifun samt.

9 Responses to “stjörnurnar”


  1. 1 Lissy 2010-10-30 kl. 09:18

    Guess I am lucky, I see the stars out here in lonely old Reykjanesbær all the time. Of course, in San Francisco and Los Angeles, the lights from all the houses make their own kind of starlight, especially when seen from an airplane!

  2. 2 hildigunnur 2010-10-30 kl. 09:29

    Lissy, jamm, talsvert minni ljósmengun í Reykjanesbæ en í Reykjavík. Við sjáum svo sem alveg stjörnurnar hér í bakgarðinum hjá mér, það væri bara mikið betra ef það væru ekki ljós í næstu húsum og ljósastaurar. Ég reyni ekki að horfa á stjörnur mér til ánægju hér úti á götu.

  3. 3 Árný Guðmundsdóttir 2010-10-30 kl. 16:11

    Eitt af því sem mér fannst svo skrítið við að flytja til svona þéttbýls lands (Þýskalands) var hve ljósmengunin er mikið minni hér en heima – hér er bara kolniðamyrkur á nóttunni!
    Sakna norðurljósanna mikið og hlakka til að flytja heim í skammdegið.

  4. 4 hildigunnur 2010-10-30 kl. 19:58

    jamm, mér finnst skammdegið líka skemmtilegt.

    Veit ekki með þessa lýsingu, spurning hvort íslenskir ljósastaurar lýsi of mikið upp eða kannski eru Þjóðverjarnir bara að spara rafmagn, þegar ég bjó í Danmörku var víða bara kveikt á öðrum hvorum ljósastaur til að spara.

  5. 5 hildigunnur 2010-10-30 kl. 19:58

    já og hvenær komið þið svo aftur heim?

  6. 6 ella 2010-11-1 kl. 22:27

    Iðulega allt fullt af stjörnum og norðurljósum í minni sveit :).

  7. 7 hildigunnur 2010-11-1 kl. 22:47

    Ella, það get ég sko vel ímyndað mér!

  8. 8 Eyrún 2010-11-2 kl. 03:36

    í minni sveit slökkvum við bara á ljósastaurunum og njótum þess að horfa á stjörnurnar án nokkurrar auka birtu, yndislegt alveg! 🙂

  9. 9 hildigunnur 2010-11-2 kl. 07:33

    Ohh, Eyrún, mikið vildi ég að það væri hægt en ég veit ekki alveg hvort við fáum leyfi hjá Orkuveitunni til að slökkva á Njálsgötunni og umhverfi 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

október 2010
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: