Sarpur fyrir 30. október, 2010

hahaaa, kemur örugglega

öllum gersamlega á óvart, sérstaklega fbvinum að nú skal plöggað kertasölu.

Strákarnir í Drengjakór Reykjavíkur keyra sig á kertasölunni fyrir jólin, allir guttar eiga að selja 50 kertaeiningar. Vill til að flestir, trúaðir sem trúlausir (jánei, ætla ekki í umræðuna hér) brenna fullt af kertum á aðventu og yfir jól og strákalingarnir eru að selja þessi fínu gegnheilu Heimaeyjarkerti. Við tókum fjóra liti, aðventufjólubláan, jólarauðan, jólasnjóhvítan og égveitekkihvernigtengistjólum fílabeinshvítan. Flottir allir, svo er hægt að redda dökkgrænum, dökkbláum og dimmrauðum líka. Átta kerti saman í pakka á þúsundkall. Frí heimkeyrsla innan Stórreykjavíkursvæðis.

Hér sjást litirnir. Ef þið sjáið ekki mikinn mun á fílabeinshvíta litnum og þeim jólasnjóhvíta þá er það vegna þess að það er nánast enginn munur á þeim í ár. Þau í Heimaey hafa ekki sett alveg eins mikinn gulan saman við blönduna og í fyrra, hugsa ég.

Hér sjást svo strákarnir, ætla ekki að pósta jólalaginu nærri strax. Finnur er í nærmynd á 1’14“ ef einhver vill sjá.

stjörnurnar

Átti erindi Vatnsendaveg í gærkvöldi, bóndinn var á vínsmakki (þar sem eiginkonur gauranna eru ekki velkomnar :þ) og við yngri krakkarnir voru í góðu yfirlæti í Garðabænum á meðan.

Sóttum Jón upp úr klukkan 10, ég hef ekki áður keyrt Vatnsendaveginn í koldimmu að ég muni og það var ótrúlega stjörnubjart. Fann útskot, stoppaði bílinn og við Freyja og Finnur fórum út og dáðumst að stjörnuhimninum. Auðvitað var smá ljósmengun frá hverfunum í kring en þetta var samt mögnuð upplifun, maður sér stjörnurnar sjaldan svona vel.

Það er reyndar leitun að stað á landinu þar sem ekki er einhver ljósmengun, tja allavega stað í sæmilegu ökufæri. Maður sér ljós frá bæjum og þorpum fáránlega langt, á dimmum nóttum, sérstaklega þegar er svona stillt veður eins og í gærkvöldi. Synd, því maður nýtur bæði stjarna og norðurljósa mikið betur ef ekki er annað ljós að trufla.

Frábær upplifun samt.


bland í poka

teljari

  • 373.229 heimsóknir

dagatal

október 2010
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa