jámm, er svona smátt og smátt að reyna að losa mig úr einhverjum ábyrgðarstöðum hér og þar. Á morgun ein formennska frá – kannski losna ég meira að segja frá því að sitja í stjórn, ef einhver er til í að bjóða sig fram (krossa putta).
Tími nú samt ekki að losa tökin á Hljómeyki, það er eiginlega inngróið. Væri kannski vit samt að láta einhverjum öðrum eftir formennsku þar – ef einhver er til í slíkt. Svosem búin að sitja feikinógu lengi.
Svo er nú spurning, eiginlega á ég að vera verkefnisstjóri fyrir Norræna tónlistardaga á næsta ári. Er eitthvað vit í því? Borgar sig ekki að keyra sig í kaf…
(hvers vegna í ósköpunum ætli ég sé annars ekki með neinn póst í kategóríunni „félagsstörf“?)
Þú veist alla vega að gjaldkeradjobbið er að losna, svona ef þú vilt skipta um sæti innan stjórnar…
úff nei! heyrðu já við þurfum að undirstinga einhvern með það dæmi. Ert þú semsagt alfarinn yfir í lúðrasveitina? 😦
Já, meðan lúðrasveitin tórir verð ég þar á mánudagskvöldum. Ég geri samt ráð fyrir að syngja með í Beethoven í vor, lúðrasveitartónleikarnir verða væntanlega snemma.