aðalfundir í hrúgum

jámm, er svona smátt og smátt að reyna að losa mig úr einhverjum ábyrgðarstöðum hér og þar. Á morgun ein formennska frá – kannski losna ég meira að segja frá því að sitja í stjórn, ef einhver er til í að bjóða sig fram (krossa putta).

Tími nú samt ekki að losa tökin á Hljómeyki, það er eiginlega inngróið. Væri kannski vit samt að láta einhverjum öðrum eftir formennsku þar – ef einhver er til í slíkt. Svosem búin að sitja feikinógu lengi.

Svo er nú spurning, eiginlega á ég að vera verkefnisstjóri fyrir Norræna tónlistardaga á næsta ári. Er eitthvað vit í því? Borgar sig ekki að keyra sig í kaf…

(hvers vegna í ósköpunum ætli ég sé annars ekki með neinn póst í kategóríunni „félagsstörf“?)

3 Responses to “aðalfundir í hrúgum”


  1. 1 Finnbogi 2010-10-26 kl. 08:06

    Þú veist alla vega að gjaldkeradjobbið er að losna, svona ef þú vilt skipta um sæti innan stjórnar…

  2. 2 hildigunnur 2010-10-26 kl. 08:38

    úff nei! heyrðu já við þurfum að undirstinga einhvern með það dæmi. Ert þú semsagt alfarinn yfir í lúðrasveitina? 😦

  3. 3 Finnbogi 2010-10-26 kl. 13:15

    Já, meðan lúðrasveitin tórir verð ég þar á mánudagskvöldum. Ég geri samt ráð fyrir að syngja með í Beethoven í vor, lúðrasveitartónleikarnir verða væntanlega snemma.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

október 2010
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: