Sarpur fyrir 24. október, 2010

tónleikarnir

í dag tókust alveg bráðvel, enn alveg í skýjunum. Gunnar Kvaran lék einleik með okkur í Kol Nidrei eftir Bruch, verkið hentar honum fullkomlega, ég hlakka til að heyra upptökuna. Okkur var sagt að við hefðum smitast af spilagleði og innblæstri Gunnars, bara gott mál. Væntanlega er það honum að þakka að húsið var nær fullsetið, óvenju góð mæting.

Pelléas et Mélisande svítan eftir Sibelius er sérkennilegt en magnað tónverk, ég held að við höfum skilað því bara nokkuð vel en mér fannst þó takast enn betur upp í Bruch og svo Schubert sinfóníunni sem ég þekkti reyndar ekkert fyrir.

Kryddlegin hjörtu á eftir, verð að viðurkenna að ég væri alveg til í að fara eitthvert annað næst eftir tónleika. Súpa og salat allt í lagi en ég hef bæði fengið talsvert betri súpur og farið á meira spennandi salatbar. Brauðið og hummusið var samt fínt, hefði þó verið enn betra ef brauðið hefði verið heitt. (jamm, væl punktur is). Og að halda því fram að Polar Beer sé góður bjór – uh nei?!


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

október 2010
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa