jón spæjó

Ekki á hverjum degi sem við hér heima leysum mál fyrir lögregluna en í gær datt Jóni Lárusi í hug að bíllinn sem er búinn að standa hér fyrir utan síðan fyrir helgi og safna á sig sektarmiðum í bunkum gæti verið þar vegna þess að – ja eigandinn vissi ekki hvar hann væri. Ekki alveg eðlilegt að safna svona sektum eins og enginn sé morgundagurinn. Jón segir frá þessu á sinni síðu, hér.

Fletti upp á síðu lögreglunnar og viti menn, þar var bíll sem svaraði til lýsingarinnar. Jón var í vinnunni og mundi náttúrlega ekki númerið þannig að þegar hann kom heim tékkaði hann á því og jújú, passaði. Hringdi í löggz en þá var náttúrlega búið að loka. Fann síðan síðu þar sem var auglýst eftir kagganum og sendi póst. Svo núna í morgun hafði ekki borist svar við póstinum þannig að Jón hringdi aftur í löggunúmerið þegar skiptiborðið opnaði. Vel tekið við því og nú er búið að ná í bílinn.

Maður hefði annars haldið að stöðumælaverðir ættu að hafa augun hjá sér hvað svona varðar, tæpast alveg eðlilegt að bílar standi bara og safni sektum. Reyndar var einn leigubíll hér fyrir utan í smá tíma um daginn, kominn með 4-5 miða. Spes. (hver veit svo sem hvort honum hafði líka verið stolið?)

0 Responses to “jón spæjó”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 375.560 heimsóknir

dagatal

október 2010
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: