hvers vegna kötturinn er ekki búinn að vera með nefið stanslaust við magann á mér að furða sig á látunum – hef sjaldan eða aldrei vitað annað eins garnagaul og núna í þessari bannsettu magapest. Jámm ekki enn orðin alveg góð, fór að kenna í gær og gafst upp um miðjan dag, elsku Þóra mín samkennari og Hljómeykisfélagi sá aumur á mér og tók fyrir mig seinni tvo tímana. Ákvað svo í dag að vera gáfuð og halda mig heima og ná þessum fjára algerlega úr mér.
Er að dútla við að skanna gamlar blaðaúrklippur í staðinn. Verst að skanninn minn er ekki alveg nógu stór, nær ekki heilum blaðsíðum.
Önnur færsla eftir smá, um skemmtilega grein sem ég fann.
0 Responses to “skil ekkert í”