Sarpur fyrir 19. október, 2010

Þar sem ég var

að hamast við að skanna gamlar Hljómeykisgreinar til að koma inn á heimasíðuna sem ætti fljótlega að opna, rakst ég á nokkurra ára gamla grein um enn eldri framtíðarsýn eftir Gísla Halldórsson, ömmubróður minn.

Greinin er bráðskemmtileg, ég ætla ekki að líma hana hér inn þar sem hún yrði ólæsileg hér á síðunni og ég kann ekki að gera svona dót sem stækkar þegar maður smellir á myndina á flickr (ekki viss um að það sé hægt) en hér má lesa. Fullt af dóti sem hefur gengið nokkuð nákvæmlega upp, auðvitað annað sem ekki virkaði. Fyndnast eiginlega að hann lýsir eiginlega helst veruleikanum hér fyrir svona þremur árum…

skil ekkert í

hvers vegna kötturinn er ekki búinn að vera með nefið stanslaust við magann á mér að furða sig á látunum – hef sjaldan eða aldrei vitað annað eins garnagaul og núna í þessari bannsettu magapest. Jámm ekki enn orðin alveg góð, fór að kenna í gær og gafst upp um miðjan dag, elsku Þóra mín samkennari og Hljómeykisfélagi sá aumur á mér og tók fyrir mig seinni tvo tímana. Ákvað svo í dag að vera gáfuð og halda mig heima og ná þessum fjára algerlega úr mér.

Er að dútla við að skanna gamlar blaðaúrklippur í staðinn. Verst að skanninn minn er ekki alveg nógu stór, nær ekki heilum blaðsíðum.

Önnur færsla eftir smá, um skemmtilega grein sem ég fann.


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

október 2010
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa