Sinfóníuhljómsveit áhugamanna heldur tónleika á sunnudaginn kemur, klukkan fimm í Seltjarnarneskirkju.
Einleikari er Gunnar Kvaran – hann svíkur sko ekki. Með honum spilum við Kol Nidrei eftir Max Bruch. Annað sem við spilum er Pelléas et Mélisande svíta eftir Jean Sibelius og sinfónía númer 3 eftir Franz Schubert. Ekki sú þekktasta en bráðskemmtilegt verk. Stjórnandi er Oliver Kentish, nú sem oftar og einleikari á enskt horn Guðrún Másdóttir (Sibelius).
Endilega kíkja…
Nýlegar athugasemdir