Sarpur fyrir 16. október, 2010

í lok sækjum-og-sendum

pakkans í morgun (Freyja í hóptíma í Suzukiskólanum hálftíu til hálfellefu, Finnur í Ólympíustærðfræði tíu til ellefu í HR, Finnur í karate í Þórshamri tólf til eitt, versla og fara með músardrusluna og skipta henni – reyndist í ábyrgð en afgreiðsludúddinn vildi láta verkstæðið kíkja á hana áður en ég fengi nýja, gott að eiga gömlu Mighty Mouse-ina sem var hætt að geta skrollað, annars væri ég músarlaus og allslaus, nokkuð sem er gersamlega vonlaust á borðvélinni minni), keyrðum við til vesturs á heimleið. Sá þá einn alfallegasta regnbogabút sem ég hef nokkurn tímann augum litið, verst að hafa ekki verið með almennilega myndavél, bara símann. Sá alveg slatta af fólki sem hafði stöðvað bílana til að dást að boganum og taka mynd.

Finnur spurði hvort þetta væri kannski sjálf Bifröst (og átti þá ekki við stað uppi í Borgarfirði).

regnbogi


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

október 2010
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa