urr

mýslan mín er að gera mig vitlausa – hún er búin að eiga það til síðustu daga að tvíklikka en núna gerist það nánast alltaf. Var í dag að setja texta við verkið sem ég er að semja og allavega einu sinni tókst henni að fimmklikka (myndi það heita quintuple click upp á ensku?)

Það versta er að hún er innan við ársgömul. Jón Lárus er búinn að grafa upp kvittunina, hún kostaði „bara“ þrjúþúsundogfimmhundruð en á maður samt að fara og röfla? Er ekki tveggja ára ábyrgð á svona eins og öðru tæknidóti eða er það bara ef varan er yfir einhverri ákveðinni upphæð? (þá væntanlega hærri en þrjú og fimm). Veit einhver?

Akkúrat núna var ég að reyna að merkja við category fyrir færsluna, setti inn tvær (vesen og græjur) og í bæði skiptin þurfti ég að smella 5-6 sinnum til að hakið festist.

Eins og ég sagði fyrst, urrr. (já það má sosum verða reiðari yfir ýmsu öðru en það er samt hægt að vera pirraður yfir smáhlutum…)

6 Responses to “urr”


 1. 1 Arngrímur 2010-10-15 kl. 00:30

  Ég keypti mér dvergmús á 700 kall fyrir fjóru og hálfu ári. Hún virkar enn nákvæmlega einsog hún gerði þá. Fínu merkin eru misjafnlega fín nefnilega.

 2. 2 hildigunnur 2010-10-15 kl. 07:53

  Arngrímur, hvaða merki?

 3. 3 HarpaJ 2010-10-15 kl. 10:51

  Hvað er dvergmús?

 4. 4 hildigunnur 2010-10-15 kl. 16:05

  Bara svona pínulítil mús, mini mouse.

 5. 5 Arngrímur 2010-10-15 kl. 16:55

  Það stendur ekki einu sinni á henni, en ég keypti hana hjá EJS. Annars átti ég alltaf Geniusmús áður. Þær eru dýrar, en mín entist einsog ég veit ekki hvað.

 6. 6 Svanfríður 2010-10-18 kl. 04:33

  Mér finnst kannski ekki skipta máli hvað varan kostar,ef hún hættir að virka og er í ábyrgð þá á endilega að notfæra sér það. Að vísu eltist ég ekki við $1,70 eins og blessaður bóndinn gerir en sama er.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.797 heimsóknir

dagatal

október 2010
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: