safnanir

nei, ekki að selja neitt – núna – en mér líst þannig á að við verðum mikið að spamma fólk í vetur. Freyja er að selja klósettpappír fyrir ekki færri en 3 aðila fyrir ferðir, ein söfnunin búin, önnur fljótlega af stað og sú þriðja, veit ekki alveg. Ætla að reyna að reka eftir því að sú selji eitthvað annað en endilega klósettpappír, eldhúsrúllur, kaffi og lakkrís (hmm, klósettpappír og lakkrís í sömu sölu…). Gradualekórinn stefnir á Bandaríkjaferð, kammerhópinn langar að fara á námskeið í Póllandi og svo er 9. bekkur í Austurbæjarskóla að fara á skíði til Dalvíkur (sú söfnun er við það að verða búin – það á reyndar eftir að vera með kaffihús á afmæli Austurbæjarskóla í næstu viku, en það þarf allavega ekkert að hringja í fjölskyldu og vini eða spamma hér og á smettinu fyrir það).

Finnur verður síðan væntanlega með kerti kring um jólin eins og í fyrra. Fífa vinnur smá með skóla og ætlar takk fyrir að borga fyrir sig sjálf í Gradualeferðina. Ekki slæmt – nóg samt. Veit ekki hvort Nobili fer líka í ferð næsta sumar en það hefur amk. ekki frést af neinni sölu í kring um það.

Flandur er á þessum krökkum annars.

7 Responses to “safnanir”


 1. 1 Hallveig klósettpappírskaupandi 2010-10-12 kl. 22:51

  stingdu upp á svona hreinlætispökkum með uppþvottalegi, burstum, svömpum osfrv.. maður fellur einhvernveginn alltaf fyrir svona hentugum pakkningum! Svo er um að gera að nota jólin, selja eitthvað jóladót, jólaskraut, súkkulaði osfrv. Svo gætu þær í Graduale selt jólasöng í fyrirtæki, í litlum hópum! það væri ekkert smá skemmtilegt 😀

 2. 2 Þóra Marteins 2010-10-13 kl. 07:42

  Kaffi frá Kaffitár

 3. 3 hildigunnur 2010-10-13 kl. 09:08

  Það er þegar með, Þóra – hún var að selja Kaffitárskaffi fyrir kórinn og Te og kaffi kaffi fyrir Dalvíkurferðina, takk samt 🙂

 4. 4 HarpaJ 2010-10-13 kl. 09:30

  Úff.

  Mig alveg svoleiðis bráðvantar brilljant fjáröflunarhugmynd fyrir fjörfimina (klappstýrurnar). Við reyndum að selja sérprentuð buff, en það gekk ekki nógu vel. Björgunarsveitin er með klósettpappírinn og lakkrís og ekki fer maður að keppa við þá. Félagsmiðstöðin er með flöskusöfnunina og það hefur svo oft verið selt kaffi að fólk er held ég alveg búið að fá nóg af því.

  Haldið þið reynslumiklu konur að jólakort með mynd að þeim, flott uppstilltum með jólahúfur og svoleiðis myndi ganga?

 5. 5 hildigunnur 2010-10-13 kl. 09:49

  Harpa, það mætti reyna það – kertin ganga svo alltaf rosa vel hjá drengjakórnum, þeir eru með Heimaeyjarkerti. Það eru allir hættir að selja rækjur en þær eru líka vesen, frystivara og þannig.

 6. 6 Meinhornid 2010-10-14 kl. 10:11

  Þið þurfið fyrst að selja eitthvað bráðlosandi svo það verði einhver eftirspurn eftir skeininum.

 7. 7 hildigunnur 2010-10-14 kl. 10:37

  já, lakkrísinn dugar semsagt ekki? :O


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.797 heimsóknir

dagatal

október 2010
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: