óska að einhver hefði tekið mynd af kórnum á tónleikunum á föstudaginn, venjulega erum við íklædd svörtu með einhverju rauðu skrauti (nokkuð sem er reyndar orðið frekar þreytt, þar sem allir virðast vera komnir með þetta trend, við vorum með þeim fyrstu en samt held ég ekki trendsetters, fleiri sem duttu inn á sama tíma), en föstudagurinn var eins og fólk veit, bleiki dagurinn þannig að sú hugmynd kom upp að í stað rauðs kæmi fólk með bleikt skraut.
Rautt er frekar auðveldur litur, maður einhvern veginn veit hvað hárautt er, ég er ekki viss um að það sé neinn annar litur sem er svona afgerandi, nema þá helst svartur. Ekki einu sinni alveg viss með það, spurning hve kolsvart og svo virkar svartur misdökkur eftir glansstigi. Bleikur getur hins vegar verið afskaplega mismunandi, ég nefndi hot pink og fagurfölbleikan þegar ég var að ákveða hvað ég ætti að velja mér bleikt fyrir tónleika. Smettisvinir voru sammála, hot pink væri málið, þannig að ég rændi naglalakki frá yngri dóttur og skaust svo í Skarthúsið eftir einhverju aðeins meiru (næla og eyrnalokkar).
En semsagt, ég væri verulega til í að vita hvernig þetta bleika konsept, með öllum möguleikum af bleikum leyfðum, kom út. Veit samt ekki til að það hafi verið tekin mynd af okkur.
Nýlegar athugasemdir