Hljómeyki og Kór Áskirkju ásamt svolitlu af aukafólki er að syngja með Sinfóníunni í frægustu jazzóperu tónlistarsögunnar. Stjórnandinn með þekktari túlkendum Gershwin, enda jazzpíanisti með meiru. Við æfðum með honum á mánudagskvöldið, hann var gersamlega með á hreinu hvað hann vildi og hætti ekki fyrr en við náðum stöðunum. Það var gríðarlega gaman.
Fyrsta æfing með Melabandinu í fyrramálið, ég get ekki beðið! Víst mjög flottir sólistar, allir útlenskir nema okkar eigin kórsólistar, Hallveig systir og Einar Clausen sem fá nokkrar strófur.
Eitthvað pínulítið eftir af miðum á föstudaginn, ég held það sé orðið uppselt á fimmtudagskvöldið. Ekki missa af þessu. Dat’s an aawdahh!
Hæ Hildigunnur! Verðið þið þá með tónleika með vorinu?
Kv. Maggs
hæ, já já, ávallt 😀
Í vor syngjum við Kórkonsertinn eftir Schnittke og svo verðum við með í opnunartónleikum Hörpu í maí.
En áður en að því kemur þá er nú spurning hvort þú kíkir ekki á tónleika í Hofi núna í október, verið að frumflytja tríó eftir mig og við frændi þinn komum norður 😉
Já það væri gaman – maður man ekki enn eftir að við erum komin með almennilegt tónleikahús! …en vera engir Porgy og Bess tónleikar hjá ykkur?
jú jú – á morgun og hinn sko 😀 Getur hlustað í útvarpinu annað kvöld.