Porgy og Bess

Hljómeyki og Kór Áskirkju ásamt svolitlu af aukafólki er að syngja með Sinfóníunni í frægustu jazzóperu tónlistarsögunnar. Stjórnandinn með þekktari túlkendum Gershwin, enda jazzpíanisti með meiru. Við æfðum með honum á mánudagskvöldið, hann var gersamlega með á hreinu hvað hann vildi og hætti ekki fyrr en við náðum stöðunum. Það var gríðarlega gaman.

Fyrsta æfing með Melabandinu í fyrramálið, ég get ekki beðið! Víst mjög flottir sólistar, allir útlenskir nema okkar eigin kórsólistar, Hallveig systir og Einar Clausen sem fá nokkrar strófur.

Eitthvað pínulítið eftir af miðum á föstudaginn, ég held það sé orðið uppselt á fimmtudagskvöldið. Ekki missa af þessu. Dat’s an aawdahh!

4 Responses to “Porgy og Bess”


 1. 1 Magga frá Læk 2010-10-6 kl. 08:40

  Hæ Hildigunnur! Verðið þið þá með tónleika með vorinu?
  Kv. Maggs

 2. 2 hildigunnur 2010-10-6 kl. 08:44

  hæ, já já, ávallt 😀

  Í vor syngjum við Kórkonsertinn eftir Schnittke og svo verðum við með í opnunartónleikum Hörpu í maí.

  En áður en að því kemur þá er nú spurning hvort þú kíkir ekki á tónleika í Hofi núna í október, verið að frumflytja tríó eftir mig og við frændi þinn komum norður 😉

  • 3 Magga frá Læk 2010-10-6 kl. 09:44

   Já það væri gaman – maður man ekki enn eftir að við erum komin með almennilegt tónleikahús! …en vera engir Porgy og Bess tónleikar hjá ykkur?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 374.140 heimsóknir

dagatal

október 2010
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: