Hljómeyki og Kór Áskirkju ásamt svolitlu af aukafólki er að syngja með Sinfóníunni í frægustu jazzóperu tónlistarsögunnar. Stjórnandinn með þekktari túlkendum Gershwin, enda jazzpíanisti með meiru. Við æfðum með honum á mánudagskvöldið, hann var gersamlega með á hreinu hvað hann vildi og hætti ekki fyrr en við náðum stöðunum. Það var gríðarlega gaman.
Fyrsta æfing með Melabandinu í fyrramálið, ég get ekki beðið! Víst mjög flottir sólistar, allir útlenskir nema okkar eigin kórsólistar, Hallveig systir og Einar Clausen sem fá nokkrar strófur.
Eitthvað pínulítið eftir af miðum á föstudaginn, ég held það sé orðið uppselt á fimmtudagskvöldið. Ekki missa af þessu. Dat’s an aawdahh!
Nýlegar athugasemdir