Sarpur fyrir 5. október, 2010

Porgy og Bess

Hljómeyki og Kór Áskirkju ásamt svolitlu af aukafólki er að syngja með Sinfóníunni í frægustu jazzóperu tónlistarsögunnar. Stjórnandinn með þekktari túlkendum Gershwin, enda jazzpíanisti með meiru. Við æfðum með honum á mánudagskvöldið, hann var gersamlega með á hreinu hvað hann vildi og hætti ekki fyrr en við náðum stöðunum. Það var gríðarlega gaman.

Fyrsta æfing með Melabandinu í fyrramálið, ég get ekki beðið! Víst mjög flottir sólistar, allir útlenskir nema okkar eigin kórsólistar, Hallveig systir og Einar Clausen sem fá nokkrar strófur.

Eitthvað pínulítið eftir af miðum á föstudaginn, ég held það sé orðið uppselt á fimmtudagskvöldið. Ekki missa af þessu. Dat’s an aawdahh!

vikufrí

Listaháskólinn bara hefði ekki getað valið betri tíma til að senda fyrsta árið til Ísafjarðar í vinnuviku – við að syngja með Sinfóníunni (morgunæfingar) og svo er eldri unglingur að fara í hálskirtlatöku á morgun þannig að það er ógurlega gott að geta verið mikið heima. Tek mér líka frí úr kennslunni í Hafnarfirði á morgun til að geta verið hjá henni þannig að eina kennslan í vikunni var í gær. Ansi stutt kennsluvika það.

Svo er samt spurning hvort maður nái að nota tímann og semja. Má allavega reyna…


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

október 2010
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa