Var með krakkana í Finns bekk í tónfræðinni í formgreiningu í dag. Lét þau greina þriðja kaflann úr E-dúr fiðlukonsert Bachs, þetta líka fína rondóform (sonurinn fattaði það, mamman montin).
Frekar auðgreinanlegt form, ABACADAEA þar sem A hlutinn kemur alltaf eins, tutti í hljómsveitinni en B-E kaflarnir eru grand sólókaflar hjá einleiksfiðlunni.
Auðvitað fóru krakkarnir að reyna að lesa eitthvað út úr stöfunum…
(og þið sem hélduð að ég væri að lýsa Íslandi með titlinum, vaþaggi???)
Nýlegar athugasemdir