annað skipti hjá sushivinahópnum í kvöld. Frábært. Hittumst klukkan rúmlega þrjú og hömuðumst við að smíða maki, nigiri og sashimi í tonnavís (tja allavega svona þriðjungi meira en við fjórtán torguðum)
Höfðum skipt með okkur verkum, eða allavega að koma með það sem til þurfti, grjónið (að eigin sögn) kom með það sem viðáttiaðéta og flestöll áhöldin, við hin fisk og grænmeti. Fundum út að í stað tveggja og hálfs kílós af fiski myndi eitt og hálft væntanlega duga og 13 bollar af hrísgrjónum var OF MIKIÐ.
En hei, við eigum í nesti á morgun…
Nýlegar athugasemdir