Ungsveitin

Fífa tók í dag þátt í öðru ævintýri Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þetta er svo mikið frábært framtak, krakkarnir fá nefnilega nánast engin tækifæri til að spila þessi stóru hljómsveitarverk með fullri stærð af hljómsveit. Ungfónían hans Gunnsteins er auðvitað fín og það er hægt að spila með okkur í áhugamannabandinu líka en hvorugt er neitt nálægt þessum level. Vinnan þarna algerlega á topp basis, krakkarnir taka þetta líka þvílíkt alvarlega, allir mæta á allar æfingar á réttum tíma, búnir að læra partinn sinn heima þannig að það þarf ekki nema að fínpússa og svo er tími til að búa til músík á æfingunum í stað þess að hamast á einhverjum stöðum sem sitja ekki.

Ég sat þarna ásamt nær fullum sal í Háskólabíói, á frábærum stað, 10. bekk nálægt miðju og naut Nóttar á Nornagnípu og fjórðu sinfóníu Tjækofskís. Að sjá alla þessa glæsilegu og kláru krakka, spilandi þarna eins og atvinnufólk, það var ótrúlega magnað.

Að ári er stefnt á fimmtu Mahler, í Hörpu, Fífa stefnir á að sækja um þá og Freyja líka. Samt ansi erfitt að komast að í sellóunum, þarf að undirbúa sig mjög vel. En fimmta sinfónía Mahlers er auðvitað ótrúlega flott stykki, við spiluðum hana hjá Zukofsky hér í fornöld og ég hef haldið mikið upp á hana síðan þá.

Allavega er ég bara svo ótrúlega þakklát fyrir að krökkunum bjóðist þetta tækifæri, Sinfó, takk fyrir okkur!

Auglýsingar

5 Responses to “Ungsveitin”


 1. 1 Bryndís Baldvinsd. 2010-10-2 kl. 22:25

  Sammála, magnaðir krakkar á mögnuðum tónleikum. Fór með tvö af mínum börnum, 7 og 10 ára sem skemmtu sér konunglega. Áttum líka þarna eina frænku sem spillti ekki fyrir 🙂
  Frábært framtak.

 2. 2 Imba 2010-10-2 kl. 22:30

  Yndi, yndi, yndi.
  Takk fyrir snilldina,
  Imba

 3. 3 HarpaJ 2010-10-2 kl. 23:45

  Þetta hefur örugglega verið mjög skemmtilegt.
  Og Mahler í Hörpunni hljómar verulega vel.

 4. 4 Eyja 2010-10-3 kl. 07:48

  Þetta var frábært!

 5. 5 hildigunnur 2010-10-3 kl. 09:52

  Jamm einmitt! Með sellóin – getur náttúrlega verið að það verði pláss fyrir fleiri selló í Hörpu en í Háskólabíói. Það hefði vel mátt vera meira sellósánd í gær, enda voru þau bara tíu.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,943 heimsóknir

dagatal

október 2010
S M F V F F S
« Sep   Nóv »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: