Sarpur fyrir 2. október, 2010

Ungsveitin

Fífa tók í dag þátt í öðru ævintýri Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þetta er svo mikið frábært framtak, krakkarnir fá nefnilega nánast engin tækifæri til að spila þessi stóru hljómsveitarverk með fullri stærð af hljómsveit. Ungfónían hans Gunnsteins er auðvitað fín og það er hægt að spila með okkur í áhugamannabandinu líka en hvorugt er neitt nálægt þessum level. Vinnan þarna algerlega á topp basis, krakkarnir taka þetta líka þvílíkt alvarlega, allir mæta á allar æfingar á réttum tíma, búnir að læra partinn sinn heima þannig að það þarf ekki nema að fínpússa og svo er tími til að búa til músík á æfingunum í stað þess að hamast á einhverjum stöðum sem sitja ekki.

Ég sat þarna ásamt nær fullum sal í Háskólabíói, á frábærum stað, 10. bekk nálægt miðju og naut Nóttar á Nornagnípu og fjórðu sinfóníu Tjækofskís. Að sjá alla þessa glæsilegu og kláru krakka, spilandi þarna eins og atvinnufólk, það var ótrúlega magnað.

Að ári er stefnt á fimmtu Mahler, í Hörpu, Fífa stefnir á að sækja um þá og Freyja líka. Samt ansi erfitt að komast að í sellóunum, þarf að undirbúa sig mjög vel. En fimmta sinfónía Mahlers er auðvitað ótrúlega flott stykki, við spiluðum hana hjá Zukofsky hér í fornöld og ég hef haldið mikið upp á hana síðan þá.

Allavega er ég bara svo ótrúlega þakklát fyrir að krökkunum bjóðist þetta tækifæri, Sinfó, takk fyrir okkur!

bíddubíddu

hvurslags október er þetta eiginlega? Maður bara úti hálfan daginn berfættur í sandölum og þunnri peysu.

Sá upp að 15 gráðum á mæli í dag, flestir voru svona 13-14°. Hér fyrir nokkrum árum hefði maður þakkað fyrir svona dag í júlí!


bland í poka

teljari

  • 373.229 heimsóknir

dagatal

október 2010
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa