Humm. Ég þarf að fara að nýta textann betur í verkinu sem ég er að vinna. Er að skrifa fyrir samnorræna keppni, snilldartexti á latínu, verkið á að vera 20-30 mínútur, ég er hálfnuð með textann en bara búin með fimm mínútur af músík. Þetta gengur náttúrlega engan veginn. Nýta og endurnýta, það er greinilegt að ég þarf að vera duglegri í endurvinnslunni.
Mér finnst annars glatað að kunna ekki almennilega latínu. Þessi texti er reyndar talsvert ítölskuskotinn, það þurfti reyndar latínumann til að segja mér það, ekki áttaði ég mig á því sjálf, ónei. Ég er með enska þýðingu á honum en ekki frá orði til orðs og þær þýðingarvélar sem ég hef fundið á netinu hjálpa ótrúlega lítið við nákvæmnisþýðingu. Ætti kannski ekki að vera að semja við texta sem ég skil ekki nógu nákvæmlega en hann er bara svo FLOTTUR!
Svo get ég reyndar væntanlega ekki notað ensku þýðinguna á honum þar sem hún er örugglega undir höfundarrétti. Humm. Spurning um að kaupa sér þýðingu?
Hvaða texti er svona sniðugur?
Þessi.
Hann er flottur. Ekki get ég nú haldið því fram að ég skilji hann, þó ég kannist við stöku orð á stangli.
Hér er þessi enska þýðing:
IF the high counsels of the Lord of Thunder
Seekest thou to know with singleness of hearty
Look to the highest of the heights of heaven,
See where the stars still keep their ancient peace.
Never the kindled fiery sun
Hinders the gliding frozen moon,
Nor halts on his high way the Bear,
Nor in the west where waters are,
And where the other stars go down,
Seeks he his silver flames to drown.
With even alternate return
Still Vesper brings the evening on,
And Lucifer the tender dawn.
So Love still guides their deathless ways,
And ugly Hate that maketh wars
Is exiled from the shore of stars.