Sarpur fyrir 29. september, 2010

alltaf jafn

fáránlega góð tilfinning þegar miðvikudagskvöldið er runnið upp (geta annars kvöld runnið upp eða bara dagar?) og þessir þrír löööööngu dagar vikunnar búnir. Mánudagur frá níu til tíu, þriðjudagur hálftíu til tíu og miðvikudagur hálftíu, tja kennslan reyndar ekki nema til hálfátta en í kvöld var líka fundur, var búin klukkan hálftíu og náði í unglinginn á hljómsveitaræfingu klukkan rétt fyrir tíu.

(já já, ég veit, heimskulegt að monta sig af því hvað maður hafi nú mikið að gera, eins og þið öll hin séuð ekki álíka upptekin).

Mér finnst hins vegar vel þess virði að hrúga svona á þrjá daga til að geta haft síðustu tvo frí (bwahahah, frí!). Eða til að semja…

Spurning reyndar hvort maður á að henda inn umsókn um starfslaun á föstudaginn, ég hef ekki sótt um starfslaun í örugglega 7 ár eða svo. Ef einhver man eftir bloggfóníunni minni – já ég sótti semsagt um hana síðast og er alveg búin með svona 3 mínútur af þriðja kafla (Allegro furioso – Barnaland kemst í málið) þannig að ekki get ég sýnt fram á að vera búin með mikið þar. Hef samt svo sem verið að semja heilan helling þannig að það gerir væntanlega ekki sérlega mikið til.


bland í poka

teljari

  • 371.493 heimsóknir

dagatal

september 2010
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa