mig langar eiginlega

alveg helling til að byrja aftur að blogga af viti. Smettið stal blogginu mínu og mér leiðist það, núna segir maður einhvern veginn allt sniðugt sem manni dettur í hug í einhverjum smástatusum á vegg en það bara kemur ekkert í staðinn fyrir almennilegar færslur, stuttar eða lengri. Hef svo sem talað um þetta bæði hér og þar áður.

Spurning um að reyna að sparka sér af stað aftur?

Hér er allavega allt í fullum gangi, eiginlega fullmiklum gangi fyrir minn smekk. Er að reyna að losa mig úr einhverju af þessum félagsmálapakka sem er orðinn helst til fyrirferðarmikill (hmm, spurning hvort það hefur eitthvað með bloggletina að gera kannski) bætt við mig einni stjórnarsetu og fulltrúaráðssetu og listráðssetu (reyndar sem varamaður en aðalmaðurinn er mjög upptekinn og ég held ég hafi mætt á fleiri fundi en hann í blessuðu ráðinu hingað til). Nafnanefnd (nú má fólk gjarnan benda mér á eldra tónskáld með ættarnafn annað en Leifs, Viðar og Nordal, mig vantar eitt stykki takk).

Krakkarnir hamast í skólum og tónlistarskólum og kórum (öll) og karate (Finnur), Freyja fór til Póllands í viku með kammerhópnum sínum og kom gersamlega upptendruð til baka, stefnt á að fara aftur í sumar. Klósettpappírs- og eldhúsrúllusala virðist verða amk. þreföld í vetur hjá Freyju (arrrgh!!!) ásamt kertum og kaffi Finns megin. Fífa er að vinna smá með skóla og neitar að selja, segist borga fyrir sig sjálf í sínar ferðir. Ekki kvarta ég.

Nú er að sjá hvort er hægt að linka beint inn á myndir af smettisvef. Hér er mynd af flottum Póllandshópi.

Best annars að eyða ekki alveg öllum umræðuefnunum ef ég ætla mér að sjá hvort ég kemst af stað með að henda inn svo sem eins og einni færslu á dag hérna. Hætt…

16 Responses to “mig langar eiginlega”


 1. 1 hildigunnur 2010-09-24 kl. 15:44

  haha, það var hægt! Freyja er þriðja frá hægri ef við hugsum ekkert um fremri eða aftari raðir.

 2. 2 Kristín Björg 2010-09-24 kl. 16:03

  Ég fagna endurkomu þinni í bloggheima. Hvar er Finnur í karate? Bryndís mín yngri er búin að æfa hjá Þórshamri síðan hún var 6 ára – er núna 15 ára og þetta er alveg svakalega skemmtilegur félagsskapur. Hún hefur líka verið að aðstoða við kennslu. Og er að fara út að keppa í annað sinn í næsta mánuði. Mæli með karate.

 3. 4 Bryndís Baldvinsd. 2010-09-24 kl. 16:30

  Velkomin aftur 🙂

  Kaldalóns????

 4. 5 Finnbogi 2010-09-24 kl. 16:43

  Laxdal

 5. 6 hildigunnur 2010-09-24 kl. 16:59

  Kristín Björg, Finnur er einmitt í Þórshamri og hefur gaman af. Verst að hann kemst bara á tvær æfingar af þremur, mánudagsæfingin rekst á kórinn. Var Bryndís kannski með krökkunum í gistidæminu núna um síðustu helgi?

  Harpa, takk 🙂

  Bryndís og Finnbogi, hvort tveggja góðar uppástungur, pælum íissu.

 6. 7 Fríða 2010-09-24 kl. 18:40

  Mikið skil ég Fífu að vilja ekki selja. Það er miklu gáfulegra að vinna bara fyrir launum og borga svo ferðina.

 7. 8 hildigunnur 2010-09-24 kl. 19:18

  Fríða, það segirðu satt – fyrir þá krakka sem vinna sér inn pening. Við foreldrarnir erum hins vegar ekki alveg til í að splæsa í allar þessar ferðir fyrir þau.

  Þegar bróðir minn var í Hamrahlíðarkórnum var svona skyldusala, hann hins vegar var í fullri vinnu, gat tekið aukavaktir eins og hann vildi og var talsvert betur launaður þar en í sölunni, hann var fljótur að fá að borga sig út úr því að troða klósettpappír og rækjum upp á misviljuga fjölskyldu.

 8. 9 Kristín í París 2010-09-24 kl. 20:26

  Vertu velkomin heim.

 9. 10 vinur 2010-09-24 kl. 22:16

  Hjartanlega velkomin, var farin að lesa 7unda daginn í Stavanger í tíma og ótíma! Kveðja í bæinn. Guðlaug Hestnes

 10. 11 Eyja 2010-09-25 kl. 16:17

  Mér líst vel á að fá meira blogg frá þér. Ég hef einmitt verið að hugsa um það undanfarið hvað Facebook hefur eyðilagt mikið fyrir bloggmenningunni og hvað mér finnst það leitt. Er samt ekki alveg tilbúin að fara að blogga aftur sjálf, en hver veit?

 11. 12 hildigunnur 2010-09-25 kl. 16:50

  Eyja, Guðlaug og París, takk – já mér finnst satt að segja gott að vera komin heim!

 12. 13 hildigunnur 2010-09-25 kl. 16:50

  já og Eyja, endilega byrja aftur…

 13. 14 Kristín Björg 2010-09-27 kl. 15:46

  Jahahá Bryndís var sko með í gistidæminu þarna um helgina. Rosalega gaman – og Hekla sem er svona aðalsprautan er ótrúlega klár og skemmtileg!

 14. 15 Jón Hafsteinn 2010-09-30 kl. 16:34

  Frábært að sjá meira blogg! Niður með Facebook!

 15. 16 hildigunnur 2010-09-30 kl. 16:39

  Jón Hafsteinn, sammála!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.752 heimsóknir

dagatal

september 2010
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: