Sarpur fyrir 24. september, 2010

mig langar eiginlega

alveg helling til að byrja aftur að blogga af viti. Smettið stal blogginu mínu og mér leiðist það, núna segir maður einhvern veginn allt sniðugt sem manni dettur í hug í einhverjum smástatusum á vegg en það bara kemur ekkert í staðinn fyrir almennilegar færslur, stuttar eða lengri. Hef svo sem talað um þetta bæði hér og þar áður.

Spurning um að reyna að sparka sér af stað aftur?

Hér er allavega allt í fullum gangi, eiginlega fullmiklum gangi fyrir minn smekk. Er að reyna að losa mig úr einhverju af þessum félagsmálapakka sem er orðinn helst til fyrirferðarmikill (hmm, spurning hvort það hefur eitthvað með bloggletina að gera kannski) bætt við mig einni stjórnarsetu og fulltrúaráðssetu og listráðssetu (reyndar sem varamaður en aðalmaðurinn er mjög upptekinn og ég held ég hafi mætt á fleiri fundi en hann í blessuðu ráðinu hingað til). Nafnanefnd (nú má fólk gjarnan benda mér á eldra tónskáld með ættarnafn annað en Leifs, Viðar og Nordal, mig vantar eitt stykki takk).

Krakkarnir hamast í skólum og tónlistarskólum og kórum (öll) og karate (Finnur), Freyja fór til Póllands í viku með kammerhópnum sínum og kom gersamlega upptendruð til baka, stefnt á að fara aftur í sumar. Klósettpappírs- og eldhúsrúllusala virðist verða amk. þreföld í vetur hjá Freyju (arrrgh!!!) ásamt kertum og kaffi Finns megin. Fífa er að vinna smá með skóla og neitar að selja, segist borga fyrir sig sjálf í sínar ferðir. Ekki kvarta ég.

Nú er að sjá hvort er hægt að linka beint inn á myndir af smettisvef. Hér er mynd af flottum Póllandshópi.

Best annars að eyða ekki alveg öllum umræðuefnunum ef ég ætla mér að sjá hvort ég kemst af stað með að henda inn svo sem eins og einni færslu á dag hérna. Hætt…


bland í poka

teljari

  • 371.493 heimsóknir

dagatal

september 2010
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa