Stavanger dagur #4

Við höfðum það bara gott á sunnudeginum, sváfum nokkurn veginn út. Enda þurftum við að standa brunavakt nóttina eftir. Teppið á ganginum var rennvott, að venju, og einhver minntist á hvað það væri skrítið með veðrið þarna, það rigndi alltaf á nóttunni, þó sæmilegt væri yfir daginn. En við fáruðumst ekkert meira yfir því. Æfðum ekkert þennan dag, bara lágum í leti í „skýjað með köflum“ veðri, löbbuðum út í sjoppu til að kaupa póstkort o.s.frv. Skoðuðum fiskinn niðri við bryggju (í Ramsvik) og komumst að þeirri niðurstöðu að þarna væri lítið um vandamál, væri meiraðsegja hægt að veiða sardínur í olíu.

Lufsuðumst niður í bæ + ætluðum að fá okkur að borða einhvers staðar. En – enn eitt undur þessa bæjar kom okkur fyrir sjónir. ÞAÐ VAR ALLS STAÐAR LOKAÐ!!! Bærinn er að reyna að lokka til sín túrista en – túristar þurfa líka að borða á sunnudögum. Það hugsar greinilega enginn út í! Við fórum upp í konserthús og hlustuðum á hálfan kvöldkonsert (salsa-band í meðalgæðum). Orkuðum svo ekki meira (höfðum heyrt seinna ensemble tónleikanna æfa og ekki litist á blikuna) þannig að við fórum út. Rifumst svolítið um hvort við ættum að taka með okkur hljóðfærin til Ramsvik þar sem við áttum að fara á hljómsveitaræfingu morguninn eftir. Siggi harðneitaði að burðast með sellóið niður í bæ, það varð úr að ég hringdi á leigubíl og krakkarnir nema við Bryndís fóru heim með honum. Siggi ætlaði reyndar niður í bæ aftur að fá sér einn bjór, vissi um opna krá. Við ákváðum að gera það líka. Löbbuðum niður í bæ en leist ekkert á krána, allt of löng biðröð. Enduðum a hamborgarastandi sem fyrir eitthvert kraftaverk var opinn til 10. Fórum svo bara heim í strætó. Við áttum bjór þar sem notast skyldi á næturvaktinni. Komnar heim fórum við að raða niður á vaktir. Hilda, Marta og Hulda voru stálheppnar, fengu vaktina frá 11-1 (það var náttúrlega enginn farinn að sofa hvort eð var). Við Bryndís áttum vakt frá 1-3, svo Siggi og Gunnar til 5, síðast mamma og pabbi frá 5-7. En það varð bara ekki svoleiðis. Klukkan hálftvö fóru allir nema við Bryndís og Siggi að sofa, fyrir utan 3 af Færeyingunum þó þeir ættu ekki vaktir þessa nótt. Við sátum þarna að tali og sumbli, (Bryndís átti romm og við rændum Jolly Cola inni í ísskáp), Siggi fór upp klukkan hálffimm en við Bryndís og færeyingarnir til klukkan sex. Þá vöktum við Gunnar og hann tók við.

Auglýsingar

0 Responses to “Stavanger dagur #4”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,943 heimsóknir

dagatal

ágúst 2010
S M F V F F S
« Júl   Sep »
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: