Stavanger dagur #3

Big-bandið var með seinni tónleikana sína þennan dag, þeir tókust ekki alveg jafn vel og þeir fyrri, spurning hvort það hafði eitthvað með að gera að hafa vakað til hálfsex um nóttina.

Þetta kvöld var svo hin stórkostlega NMPU veisla sem allir höfðu beðið eftir í ofvæni (!?). Það var það skrítnasta sem ég hef vitað en þegar ég hugsa um það eftirá get ég drepist úr hlátri. Byrjaði á því að við vorum sótt upp í Ramsvik kl. 7. Fengum sér rútu fyrir okkur og Færeyingana sem voru með okkur í húsinu. Allar 5-6 rúturnar með ráðstefnugestina fylgdust að. Keyrðum í amk. klukkutima, gegnum bæi, kringum bæi, króka + lykkjur meðfram fjörðum og víkum og vogum. Sáum fullt af flottum húsum og alltaf var einhver að segja: „Þarna hlýtur veislan að vera“. En nei, áfram var haldið þar til við loksins renndum í hlað í – hvað heldurðu? Sandnes Psykologiske Institutt og Mentalsykehus!!! Geturðu ímyndað þér hlátursöskrin í rútunum? Við vissum sko ekki að við hefðum hegðað okkur SVONA illa! Veislan var semsagt í íþróttasal geðsjúkrahúss fylkisins. Og pabbi sem hafði einmitt sagt í byrjun ferðar að þetta hlyti að vera Hraðferð-Kleppur, (við létum svo illa). Sjálf veislan byrjaði á því, þegar fólk var sest, að bera inn matinn. Fyrst komu kartöflur. Svo leið hálftími. Þá kom sósan. Borðin voru nefnilega ansi mörg og fátt í þjónustuliðinu. Við sátum nokkurn veginn fyrir miðjum sal, en heldurðu að þeim hafi samt ekki tekist að klára allt kjötið áður en kom að okkur. Ég, Bryndís, Siggi, Hulda, Marta og Gunnar vorum þau einu í öllum salnum sem ekki fengu neitt. Þetta var svo dæmigert fyrir allt sem á undan var gengið að við lágum fram á borðið í krampa. Svo þegar gestgjafinn steig á svið og spurði hvort allir hefðu fengið mat, þá æptum við auðvitað: NEIII! Fengum afsökunarbeiðni og loforð um mat eftir smástund, það þyrfti að sækja hann niður í Sandnes. Við biðum í um klukkutíma. Það var náttúrlega allt morandi í ræðuhöldum á meðan, en við vorum sko ekki að hlusta. Létum þögla brandara fjúka – ein okkar setti tauservéttu á diskinn sinn, saltaði og pipraði og réðst á hana með hnífapörunum. Svolítið svöng sko…

Fórum að tala um hvernig við ættum að taka á móti norskum hóp frá Stavangri til Garðabæjar. Til dæmis planta þeim út á Álftanes + segja „þið verðið að taka strætó í bæinn til að fá að borða, verst hann gengur ekki nema einu sinni í viku“.

Nú á endanum fengum við alveg ágætan mat, betri en hinir því allt kom á sama tíma og var heitt.

Hins vegar nálgaðist hátíðarræða NMPU þannig að við flýttum okkur eins og við gátum að borða til að geta flúið út úr salnum. Sú ákvörðun reyndist rétt, karlanginn talaði í einn og hálfan tíma – nei annars, 40 mínútur en það er jú alveg nógu langt! Var víst alveg hundleiðinlegur og allir urðu að sitja grafkyrrir og hlusta, þetta átti að vera svo yfirmáta hátíðlegt. Fullkomlega + algerlega misheppnað.

Eftir ræðuna var borinn fram ís. Klukkan var þá orðin hálftólf (byrjaði klukkan 8). Þetta var svo dæmigert fyrir skipulagninguna á hátíðinni að þú trúir því ekki.

Loksins þarna varð svolítið gaman (þeas. fyrir hitt fólkið líka). Big-bandið spilaði fyrir dansi og við dönsuðum stanslaust til klukkan eitt. Hefðum reyndar frekar viljað hafa big-bandstrákana með okkur en að spila, bandið keyrði nefnilega af stað í tónleikatúrinn niður Evrópu strax eftir hófið. Kveðjustundin varð heldur stutt, rétt tími til að skiptast á heimilisföngum. Helst vildum við síðan fá bandið í konsertferð til Íslands. Sjáum til.

1 Response to “Stavanger dagur #3”Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

ágúst 2010
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: