Stavanger dagur #2

Vöknuðum um morguninn ca. klukkan 8. Greinilegt var að það hafði rignt um nóttina (gólfið var nefnilega blautt frammi á gangi). Hlaut að vera sprunga í veggnum þar sem þetta var á annarri hæð af þremur + ris. Okkur fór að renna grun í hvers vegna þessi ólykt var á ganginum. Hrósuðum bara happi yfir því að lekinn náði ekki inn í herbergi!

Þessi dagur fór í að labba – við æfðum reyndar 2 tíma, fórum á konsert með sæmilegum dönskum barnakór. Skemmdi reyndar svolítið fyrir sér með því að enda 3 af 4 lögum á dúrhljóm með sexund. Svolítið leiðigjarnt. Þau eru annars að koma til Íslands í haust (<= útúrdúr). Eftir konsertinn þvældumst við um bæinn í lengri tíma. Það lokar allt þarna snemma, búðir byrja að loka um 4 og eftir klukkan 6 er allt lokað. Æðislega asnalegt. Versta var þó að það var bannað að selja bjór eftir kl. 5:00. Hann er þá bara fjarlægður úr hillunum! Hef ekki vitað asnalegra (nema hér þá (bjórferlíki og bjórlíkhús)) En hér eftir kemur Stavangerbær alltaf til að heita „bannað eftir fimm“.

Um kvöldið var svo annar konsert. Fyrst strengjakvartett frá Þrándheimi. Mjög gott, miðað við aldur krakkanna (11-14 ára). Síðan voru Færeyingarnir, þau spiluðu ansi vel. Síðast var svo Telge Big Band. Þeir voru ekki bara skemmtilegir, spiluðu líka æðislega vel. Big band músík er ótrúlega hrífandi (ég vildi ég kynni á trompet).

Þetta kvöld skemmtum við okkur heldur betur (ég fór ekki að sofa fyrr en 05:30 sem er seint, þegar maður þarf að fara á fætur kl. 8:00!!!) Þetta var líka síðasta kvöldð sem big-bandið var þarna með okkur, þeir eru á konsertferðalagi um Evrópu, strax og þeir voru búnir með sína konserta þarna. Hvort það varð tómlegt eftir að þeir fóru? Gettu þrisvar!

Auglýsingar

0 Responses to “Stavanger dagur #2”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,943 heimsóknir

dagatal

ágúst 2010
S M F V F F S
« Júl   Sep »
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: