vá hvað

ég er gríðarlega ánægð með sjálfa mig núna – ákvað að gera úrslitatilraun til að setja inn íslenska stafi í Finale, neyddist til þess nefnilega fyrir nokkru síðan þegar vélin mín hrundi, að uppfæra stýrikerfið í snjóhlébarðann (Snow Leopard, nýjasta Makkastýrikerfið). Hingað til hefur engum tekist að ná íslensku stöfunum inn, en eftir smá fikt, reyndar minna en ég hélt, gekk þetta bara í gegn. Ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar stafirnir birtust í textaboxinu (maður skrifar textann yfirleitt fyrst inn í box og límir síðan undir nóturnar frekar en að skrifa beint í nóturnar. Hljómar asnalega en er samt talsverður kostur, hægt er að taka texta úr öðrum skjölum og líma inn í textaboxið og eiga aðeins við hann þar, frekar en að slá allt beint inn. Það er reyndar líka hægt að skrifa beint undir nóturnar ef vill). Allavega komu stafirnir í textaboxið, ég hélt niðri í mér andanum meðan ég límdi hann síðan við nóturnar, en þeir héldust inni. Alla leið yfir í prentun og .pdf skjal.

Jei!

13 Responses to “vá hvað”


 1. 2 hildigunnur 2010-08-10 kl. 14:00

  uuu, aldrei tekið eftir titlinum á blogginu, Björn? 😀

 2. 3 Bjorn 2010-08-10 kl. 14:05

  Eitt að vera tölvuóður, annað að vera nörd.

 3. 4 hildigunnur 2010-08-10 kl. 14:08

  close enough sko :þ En ég hef aldrei svarið af mér nördastatus!

 4. 5 Bjorn 2010-08-10 kl. 14:10

  Þetta er ekki spurning um að reyna að sverja hann af sér.
  Þetta er spurning um hvort þú sért þess verð að bera hann!!

 5. 6 hildigunnur 2010-08-10 kl. 14:21

  Móðg! klárt ég er nörd! 😡

 6. 7 Bjorn 2010-08-10 kl. 14:23

  Og nú spyr ég: Lastu ekki fyrsta kommentið mitt?!?

 7. 8 hildigunnur 2010-08-10 kl. 14:29

  Júbb – bara að það skuli hafa verið einhver spurning… 😉

 8. 11 Þóra Marteins 2010-08-12 kl. 12:43

  Til hamingju 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.560 heimsóknir

dagatal

ágúst 2010
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: