ég er gríðarlega ánægð með sjálfa mig núna – ákvað að gera úrslitatilraun til að setja inn íslenska stafi í Finale, neyddist til þess nefnilega fyrir nokkru síðan þegar vélin mín hrundi, að uppfæra stýrikerfið í snjóhlébarðann (Snow Leopard, nýjasta Makkastýrikerfið). Hingað til hefur engum tekist að ná íslensku stöfunum inn, en eftir smá fikt, reyndar minna en ég hélt, gekk þetta bara í gegn. Ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar stafirnir birtust í textaboxinu (maður skrifar textann yfirleitt fyrst inn í box og límir síðan undir nóturnar frekar en að skrifa beint í nóturnar. Hljómar asnalega en er samt talsverður kostur, hægt er að taka texta úr öðrum skjölum og líma inn í textaboxið og eiga aðeins við hann þar, frekar en að slá allt beint inn. Það er reyndar líka hægt að skrifa beint undir nóturnar ef vill). Allavega komu stafirnir í textaboxið, ég hélt niðri í mér andanum meðan ég límdi hann síðan við nóturnar, en þeir héldust inni. Alla leið yfir í prentun og .pdf skjal.
Jei!
Nörd!
uuu, aldrei tekið eftir titlinum á blogginu, Björn? 😀
Eitt að vera tölvuóður, annað að vera nörd.
close enough sko :þ En ég hef aldrei svarið af mér nördastatus!
Þetta er ekki spurning um að reyna að sverja hann af sér.
Þetta er spurning um hvort þú sért þess verð að bera hann!!
Móðg! klárt ég er nörd! 😡
Og nú spyr ég: Lastu ekki fyrsta kommentið mitt?!?
Júbb – bara að það skuli hafa verið einhver spurning… 😉
Tja…
😛
Til hamingju 🙂
Klár nörd!
takk takk!